Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Dauðinn í Kreml

Í frétt í Guardian kemur fram að fyrr í mánuðinum hafði Boris Nemtsov sagt að hann óttaðist að Pútin myndi reyna að láta drepa sig. Eftir morðið sagði aðstoðarmaður Pútins að Pútin myndi persónulega hafa umsjón með því að rannsaka málið. Gamli KGB-liðinn er maður með reynslu.

Ég var að enda við að vitna í Stalín: „Dauðinn er lausn á öllum vandamálum. Enginn maður, ekkert vandamál." Þess má geta að langafi Pútins var matreiðslumaður Stalíns. Pútin hefur sagt: „Langafi var fremur þögull um fortíð sína." Langafi Pútin hefur þó sagt að hann mundi eftir því að færa Raspútin mat. Hann matreiddi einnig fyrir Lenin. Í bók sinni Stalin: In the Court of the Red Tsar skrifar Simon Sebeg Montefiore að langafi Pútins sé „heimsögulegasti kokkur Rússlands, því hann þjónaði Lenin, Stalín og Brjálaða munknum."

Pútin

 


mbl.is Boris Nemtsov skotinn til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neil Young, "Rockin' in the Free World"

“Don't feel like Satan*, but I am to them."

*Klerkaveldið í Íran boðar að Bandaríkin séu „Hinn mikli Satan."

 

 


Að binda enda á togstreytu

Eftirfarandi má finna á vef Félags múslima á Íslandi:

Heildstæð lífsviðhorf Maðurinn lifir og breytir í samræmi við lífsviðhorf sín. Sorgarsaga margra nútímaþjóðfélaga er tilkomin af vanmætti þeirra til að tengja saman mismunandi svið lífsins. Hið veraldlega og trúarlega, það vísindalega og andlega virðast eiga í togstreitu. Íslam bindur enda á þá togstreitu og kemur á samræmi í lífsskoðunum manna.

Bangladess er múslímskt samfélag. Þeir sem myrtu bloggarann breyttu í samræmi við lífsviðhorf sín. Þeir bundu enda á togstreytuna milli veraldlegra viðhorfa bloggarans og trúarlegra viðhorfa sinna. Morð er vissulega ein leið til að koma á samræmi í lífsskoðun manna, eins og veraldarsagan sýnir. „Dauðinn er lausnin á öllum vandamálum," sagði Stalín. „Enginn maður, ekkert vandamál."

 


mbl.is Bloggari brytjaður í spað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstaða

Gott mál þegar fólk stendur saman og berst fyrir því sem skiptir það máli.


mbl.is „Það eru allir á móti þessu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Jihad

Hér er stutt grein um Jón Jihad og bollaleggingar um hvers vegna fólk laðast að Ríki íslams http://www.msn.com/en-ca/news/world/behind-the-twisted-appeal-of-jihadi-john/ar-BBi0mpF?lang=en-ca

Þessi náungi var rappari, eins Ali G, og þeir eru ekkert ósvipaðir.

Jihadi John

 

 

 

 

 

 

 

Ali G


mbl.is BBC nafngreinir böðulinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útlit

Móðuramma mín, sem var frá Grundarfirði, sagði aldrei að menn væru ófríðir. Þess í stað sagði hún að menn væru „gróflega myndarlegir".

Kirkjufell


mbl.is Faðir Marc Anthony kallaði hann ófríðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um frelsi

Viðhorfi Biskupsstofu ber að fagna. Í siðmenntuðum samfélögum er fólki tryggt trú-, skoðana- og málfrelsi. En málfrelsi er ekki „án ábyrgðar", eins og haldið er fram í umfjöllun kaþólsku kirkjunnar. Menn þurfa að vera reiðubúnir að bera ábyrgð á því sem þeir segja eða skrifa fyrir dómi.


mbl.is „Hefðu átt að hugsa sig tvisvar um“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Týpískur tvíburi?

Stjörnumerki þingmannsins er Tvíburi. Samkvæmt Gunnlaugi Guðmundssyni, stjörnufræðingi, þarf Tvíburinn 

fjölbreytni til að viðhalda lífsorku sinni. Honum líður best þegar mikið er um að vera og þess er krafist að hann sinni mörgum verkefnum á sama tíma. Honum leiðist vanabinding og hann verður þreyttur ef hann þarf að fást of lengi við sama verkið. Fjölbreytni og hreyfing eru honum nauðsynleg til að viðhalda orku. Hann þarf að skipta reglulega um umhverfi, enda er ein uppáhaldssetning hans: "Ég þarf aðeins að skreppa."

Spurning hvort ekki sé kominn tími til þess að þingmaðurinn skipti um starfsumhverfi.

Stjörnuspeki

 

 


mbl.is Stjörnuspeki hjálpi læknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtilegt atvik

Það tekur innan við mínútu að leita að þessu orði á netinu og komast að því að það er til. Reyndar vissi ég ekki að orðið væri til, en ég get þakkað Vigdísi Hauksdóttur, Hildi Sverrisdóttur og Morgunblaðinu það að ég veit meira í dag en í gær.

Orðið er einnig í Orðastað: Orðabók um íslenska málnotkun eftir Jón Hilmar Jónsson:

Skrýtilegur lo það er skrýtilegt að sjá hana í þjóðbúningi; skrýtileg sjón, skrýtilegt atvik 

Gefum Vigdísi síðasta orðið. Tilefnið var að einhverjir voru að fettu fingur út í málnotkun hennar:

Íslensk tunga á alltaf að vera í framþróun og ekkert af því sem ég hef sagt er í sjálfu sér rangt; bara öðruvísi og fyrir bragðið ef til vill áhrifameira. En ég er engin Forrest Gump . . .

Heimild: ww.pressan.is/ATH_efni/Lesa_ATH_efni/eg-er-engin-forrest-gump---vigdis-hauksdottir-throar-tungumalid-i-raedustol-althingis-og-er-stolt-af?pressandate=20111019

 


mbl.is Vigdís vandar um við Hildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Malcolm X

Það er dæmi um kaldhæðni örlaganna að blökkumaðurinn og músliminn Malcolm X, sem var skírður Malcolm Little og tók síður upp nafnið El-Hajj Malik El-Shabazz, hafi verið myrtur af íslömskum blökkumönnum. En svo eru sumir sem halda því fram að CIA hafi verið á bakvið morðið.

malcolm-x


mbl.is 300 manns minntust Malcolms X
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband