Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

Sony og Norður-Kórea

Hver veit hvað er satt eða logið varðandi þetta mál.

En ég er alla vega búinn að sjá myndina The Interview og hafði gaman af. Þess má geta að myndin var tekinn upp í Bresku Kólumbíu, Kanada. Tveir af þeim sem standa að myndinni, Seth Rogen og Evan Goldberg, eru frá Vancouver. Norður-Kóreubúar eru ólmir á að kaupa myndina og eru reiðubúnir að borga háar fúlgur fyrir ólögleg eintök af myndinni.

Í myndinni er vísanir í hið frábæra myndband af Norður-kóreönskum krökkum að spila á gítar. Norður-kóreanskir kommúnistar mega eiga það að þeir eru með öflug tónlistarprógrömm.

 


mbl.is Efast um ábyrgð N-Kóreu á Sony-árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danske soldater

Danir eyddu 1,4% þjóðartekna í herinn árið 2012. Það er hærra hlutfall en t.d. Þjóðverjar, sem eyddu 1,35% í sinn her sama ár. Á lista, sem sýnir prósentu þjóðartekna sem eytt er í her- og varnarmál, eru Danir númer númer 71 af 132. Ísland er númer 131 og eyðir 0,13%. Kúveit er númer 132 og eyðir ekki dínar.

Ætli Sven Hassel sé ekki frægasti danski hermaður síðari tíma? Og hann var í þýska hernum.

Lego

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimild: https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/rankorder/2034rank.html?countryname=Denmark&countrycode=da&regionCode=eur&rank=71#da


mbl.is Danski herinn „lítill kassi af Lego-kubbum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðvörn lækna, nauðvörn sjúklinga

Hvorki gengur né rekur í læknadeilunni. Formaður Læknafélags Íslands, Þorbjörn Jónsson, segir:

„Já, já, það er mikill hugur í læknum og menn telja að þetta sé algjör nauðvörn og núna sé að duga en ekki drepast."

Í fyrsta lagi er talað um að „duga eða drepast". Í öðru lagi, að taka svona til orða afhjúpar sjálfhverfni formannsins, því aðgerðir lækna eru lífshættulegar sjúklingum þeirra. Hann virðist ekki skilja hvernig orð hans hljóma í eyrum almennings. Læknar vilja ekki drepast, skiljanlega, en hvað með sjúklinga? Þeir vilja heldur ekki drepast. 

Læknar boða hertar aðgerðir 5. janúar. Á meðan talast menn ekki einu sinni við og eru bara í fríi.  

„Hvað þarf að gerast til þess að annar fundur verði boðaður?" spurði fréttamaður RÚV 11. desember.

„Nú get ég ekki fullyrt um það. Það er svolítið í höndum sáttasemjara að ákveða það", segir Þorbjörn. Nú taki við þriggja vikna frí og inn í því jól og áramót," segir í fréttinni.

Fréttamaður spyr einnig: „Munið þið geta tryggt öryggi fólks á þessum þremur mánuðum [fyrirhugaðrar verkfallslotu]?" Svar Þorbjarnar er eftirfarandi:

„Ég get auðvitað ekki fullyrt það." Sem sagt, formaður læknafélagsins játar að öryggi fólks verður ekki tryggt.

Formaður Skurðlæknafélags Íslands, Helgi Kjartan Sigurðsson, tekur í sama streng og Þorbjörn um að það sé hugur í hans mönnum: 

„Já, því að hinn valkosturinn er eiginlega að hætta. Þannig að fólk getur ekki annað en haldið áfram að berjast fyrir þessu því það liggur undir allt heilbrigðiskerfið. Það eru ekki bara kjör okkar heldur áframhaldandi mönnun. Þróunin hefur verið slík að það verður að grípa inn í".

Hér afhjúpast sama sjálfhverfnin og hjá Þorbirni. Þrátt fyrir málflutning lækna um að deilan snúist um heilbrigðiskerfið snýst deilan auðvitað um kjör þeirra. Það er skiljanlegt. Læknar segjast vera í nauðvörn, en þeir virðast reiðubúinir að leggja allt heilbrigðiskerfið undir til að ná sínu fram. Sjúklingar eru í enn meiri nauðvörn er læknar. Þeir eru ekki að berjast fyrir kjörum. Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu.

 

Heimildir: http://www.visir.is/laeknar-ekki-bjartsynir-a-ad-samningar-naist-fyrir-aramot/article/2014141229552

http://www.ruv.is/frett/fullyrdir-ekkert-um-oryggi-almennings


Loforð

Karlkyns píslarvottum er lofað 72 hreinum meyjum á himnum. Kvenkyns píslarvottur fær hins vegar einungis einn eiginmann í Paradís. En það er vegna þess að „hið sanna eðli konunnar segir henni að hún geti bara búið með einum manni í einu," samkvæmt íslömskum fræðum.

Heimild: http://islamqa.info/en/11419


mbl.is Neitaði að sprengja sig í loft upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn og nýja höllin

Erdogan er nýfluttur inn í 1150-herbergja höll í Ankara. Höllin er stærri en Hvíta húsið, Kremlín, Buckingham Höll og Versalir. Hún kostaði 615 milljón dollara. Unglingurinn, sem var handtekinn í miðri kennslustund, hélt því fram að Erdogan væri þjófur og að höllin væri ólögleg. Í Tyrklandi er ólöglegt að móðga forsetann.

Hér er Erdogan í nýju höllinni sinni.

Erdogan

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimildir: http://www.haaretz.com/news/middle-east/1.633919

http://www.bbc.com/news/world-europe-30603709 


mbl.is Slepptu pilti sem móðgaði forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Önnur hugvekja

Hér er eldri hugvekja frá Jethro Tull. Lokalínan finnst mér best: 

Once in Royal David's City stood a lowly cattle shed,
where a mother held her baby.
You'd do well to remember the things He later said.

When you're stuffing yourselves at the Christmas parties,

you'll just laugh when I tell you to take a running jump.

You're missing the point, I'm sure does not need making,
that Christmas spirit is not what you drink.

So how can you laugh when your own mother's hungry,
and how can you smile when the reasons for smiling are wrong?
And if I've just messed up your thoughtless pleasures,
remember, if you wish, this is just a Christmas song.

Hey, Santa . . . pass us that bottle, will you?


mbl.is Jólin spanna allt tilfinningarófið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnuálag

Læknirinn segir: 

Ólíkt því sem ég nú miðaldra lækn­ir­inn bjóst við, hef­ur vinnu­álagið auk­ist jafnt og þétt með ár­un­um og þrátt fyr­ir að ég minnkaði stöðuhlut­fall mitt úr 80% í 70% . . .

Ég held að það séu nú ansi margir miðaldra með langa menntun að baki sem hafa ekki efni í því að lækka vinnuhlutfall úr 80% í 70%. Ekki kemur fram í fréttinni hvort hann vinnur annars staðar.

Ef vinnuálag er svo mikið að læknar geta ekki unnið vinnuna sína, að þeirra mati, er ekki kominn tími til að hlutlaus aðili verði fenginn til að meta vinnuaðstæður lækna? Ef það er rétt að þeir geta ekki unnið vinnuna sína almennilega er það auðvitað lífshættulegt fyrir sjúklinga þeirra og það verður að taka á því máli.

 


mbl.is Segir upp „gjörsamlega útbrunninn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátækt

Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur rannsakað fátækt á Ísland og hann komst að eftirfarandi niðurstöðu árið 2013:

Norrænu löndin eru með einna minnstu fátækt vestrænna þjóða á algengustu mælikvarða nútímans. Í ljósi ofangreindra upplýsinga má álykta, að þó fátæktarþrengingar getir verið heldur meiri á Íslandi en í hinum löndunum á tímabilinu, þá virðist fátækt almennt vera með minna móti á Íslandi miðað við aðrar vestrænar þjóðir.

Hann bendir einnig á að fátækt er skilgreininaratriði. „Ólíkar mælingar gefa ólíkar niðurstöður." Sá sem er fátækur í vestrænu ríki teldist ríkur í öðrum heimshlutum.

Heimild: http://blog.pressan.is/stefano/2013/03/05/er-meiri-fataekt-a-islandi-en-i-skandinaviu/


mbl.is Biðu í tvo tíma eftir jólaúthlutun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vopnin ekki kvödd í bráð

Að allir geti keypt sér hálf-sjálfvirk vopn er auðvitað bilun. James Holmes var búinn að koma sér upp vopnabúri áður en hann lagði til atlögu. En svona vilja Bandaríkjamenn hafa það. Það virðist ekki skipta nokkru máli hve margir saklausir borgarar eru drepnir. Svarið er alltaf, „Byssur drepa ekki fólk. Fólk drepur fólk." Og svo eru þeir sem drepa drepnir. Vive le mort.

Vopn


mbl.is „Sonur okkar er ekki ófreskja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sony, o.fl.

Sony stórfyrirtækið er duglegt að gera myndir um hetjur en er svo duglaust þegar vondi kallinn andar á þá. Eitt núll fyrir Kim Jong-un.

Og svo var Pútin rétt í þessu að bjóða Kim Jong-un til Moskvu til að fagna sigri Sovétríkjanna yfir Þýskalandi nasismans. Um að gera að bjóða harðstjóra í heimsókn til að fagna sigri yfir harðstjóra. Sjálfur Stalín hefði ekki getað gert betur.

Kim Jong-Un og Pútin

 

 

 

 

 

 

 

Heimild: http://www.theguardian.com/world/2014/dec/19/vladimir-putin-invites-north-korea-kim-jong-un-moscow


mbl.is „Við munum bregðast við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband