Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

"Hurricane"

Hér er hljómleikaútgáfa af laginu "Hurricane" með Bob Dylan.

 

 


mbl.is „Hurricane“ Carter fallinn frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn og ábyrgð

Það fylgir því ábyrgð að vera kristin manneskju," segir biskupinn. Það fylgir því fyrst og fremst ábyrgð að vera manneskja. Maður er maður fyrst, svo velur hann, eða lætur aðra velja fyrir sig, hverju hann trúir. Mannkynið hefur trúað mörgum goðsögum í gegnum tíðina og mun ekki hætta því í bráð. Þeir sem ekki trúa á yfirnáttúrulegar verur, trúa oft á menn eða kenningar sem lofa öllu fögru--og það kemur þeim oft í koll. Það er ástæða fyrir því að orðið „trúgirni" er ekki jákvætt orð.

En hvað um það, Bíblían er samgróin vestrænni menningu, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, og í henni er margt gagnlegt, eins og til dæmis þetta:

Þegar ég var barn, talaði ég eins og barn,

hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn,

En þegar ég var orðinn fulltíða maður, lagði ég niður barnaskapinn.

Fyrra bréf Páls til Korintumanna (13:11)

 


mbl.is „Lífið er sterkara en dauðinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Achmed á Fox sjónvarpsstöðinni

Good evening, infidels! 

 

Achmed, dauði terroristinn

 


mbl.is Jeff Dunham vakti lukku í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bylting?

Aðal byltinging er að núna er auðveldara en nokkru sinni fyrr að fylgjast ekki með í kennslustund. 

 


mbl.is Snjalltækni til byltingar í skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dani krossfestur

Eftirfarandi var haft eftir danska kvikmyndagerðamanninum og áhættuatriðaskipuleggjandanum, Lasse Spang Olsen, sem lét krossfesta sig: „Þetta var frábær upplifun milli mín og Guðs. Þetta var frábært. Þetta var gaman." Reyndar hékk hann bara á krossinum í rúmlega tíu mínútur og fékk svo læknisaðstoð.

Danskur húmor kannski?

Ég veit hvað amma mín hefði sagt um þessa uppákomu. Hún hefði sagt: „Bölvaðir fáráðar eru þetta."

Mynd

 

 


mbl.is Árleg krossfesting á Filippseyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rautt, grænt og grátt

Í stúdentauppreisninni í Frakklandi 1968 var Daniel Cohn-Bendit þekktur sem „Dany le Rouge" (Danni rauði) vegna róttækra skoðanna sinna og hárlitarins. Þá var hann anarkisti. Nú er hann grænn og hárið er grátt. Svolítið fyndið að gamli anarkistinn skuli vera orðinn svona mikill Evrópusambandssinni. 

Daniel Cohn-Bendit

 


mbl.is Hættur eftir 20 ár á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

T-34

Þeir sem gleyma sögunni eiga á hættu að endurtaka hana. Þess vegna væri það fásinna að fjarlægja skriðdrekana.

T-34 Odessa

 


mbl.is Skriðdrekarnir fara hvergi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wogan

Ég var á Englandi 1990 þegar Stjórnin flutti „Eitt lag enn" ("One More Song") í Eurovision og ég horfði á hluta af keppninni. Æskuvinur minn var í Stjórninni, þannig að mér fannst ég yrði að sína smá lit.

Eftir að lagið hafði verið flutt sagði Terry Wogan eitthvað á þessa leið: „This was Iceland with 'One More Song'" . . . Maybe one was enough." Ég er ekki mikill aðdáandi þessarar keppni, eða lagsins, en ég fékk nett þjóðernhyggjukast yfir hrokanum í Wogan. Svo endaði íslenska lagið í fjórða sæti og hið breska í sjötta sæti. Ha ha. 


mbl.is Bretar semji almennilegt lag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjustu fréttir

Svanurinn hefur verið hreinsaður af ákærum um rasisma. Erlendu nemendurnir voru að grínast. Þeir sjá eftir ummælunum og hafa dregið þau til baka.

Heimild: http://www.buzzfeed.com/alanwhite/in-case-you-were-wondering-the-students-of-warwick-arent-und

En kannski er svanurinn bara með góðan lögfræðing Tounge 


mbl.is Svanir ráðast á erlenda nemendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Berlusconi og félagar

Samkvæmt ítölsku blaði var Dell'Utri að vinna í því að fjárfesta milljónir af evrum fyrir Berlusconi. Berlusconi, aftur á móti, heldur því fram að hann hafi sent Dell'Utri til Líbanons, að beiðni Vladímír Pútins, til að hjálpa fyrrverandi forseta Líbanon. Ég veit ekki hvað Pútin hefur um málið að segja.

Hér eru Pútin og Berlusconi saman á góðri stundu.

Heimild: http://www.independent.co.uk/news/world/europe/silvio-berlusconis-messenger-to-the-mafia-marcello-dellutri-seized-in-beirut-after-going-on-the-run-9257794.html 

Pútin - Berlusconi

 


mbl.is Samstarfsmaður Berlusconis handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband