Bloggfærslur mánaðarins, júní 2024

Sambandsflækjur

Stundum elskar fólk fíkn meira en makann, þótt fæstir vilji viðurkenna það, en stundum er fíkn merki um flótta frá alvarlegum vandamálum í sambandinu. Allt tal um að "vinna í sambandinu" er líka hættumerki. Ef samband er orðið vinna er eitthvað að. En sambönd geta hlunkast áfram þó að mikið sé að auðvitað.


mbl.is Fer maki þinn yfir mörk undir áhrifum áfengis?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju?

Af hverju hafa hlutabréfin ekki kynrænt sjálfræði? Þetta er hrópandi óréttlæti! Gerið betur! 


mbl.is Hvernig getur skuldabréf verið kynjað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þolendur og gerendur

Í þessari umræðu hef ég aldrei heyrt talað um þolendur ofbeldis, bara gerendur og hvað hægt er að gera fyrir þá. Þetta er vægast sagt öfugsnúið og bókstaflega lífshættulegt. Hrottar hætta ekki að vera hrottar þótt þeir fá félagsmiðstöðvar.


mbl.is Börnin fremja fleiri og grófari brot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börn og fullorðnir

Joe Biden er reyndar 81. Hann verður 82 tuttugasta nóvember. Ég er svolítið hissa á því hve hissa demókratar eru á því hvað hann stóð sig illa. Þeir sem hafa fylgst með honum tala og ganga síðustu árin ættu að vita að hann er langt frá því að vera í toppformi, svo ekki sé meira sagt. En Biden gæti svosem brugðist við eins Trump þegar hann tapaði forsetakosningunum 2020: "Ef ég á að vera hreinskilinn, þá vann ég þessar kappræður!" Pólitík snýst að miklu leyti um að hagræða veruleikanum. Eiginkona Bidens var allavega ánægð með sinn mann. Það var eins og hún væri að tala við barn: "Þú svaraðir öllum spurningum!" Talandi um börn, í kappræðunum sagði Trump við Biden þegar þeir voru farnir að rífast um hver væri betri í golfi:"Hættum að hegða okkur eins og smákrakkar." Biden svaraði: "Þú ert smákrakki!" Þetta er náttúrulega algert bíó. Það mætti kannski segja að Robert F. Kennedy Jr. hafi unnið þessar kappræður með því að vera ekki á sviðinu, því það er ekki ósennilegt að fylgi hans aukist svolítið eftir þessa sýningu.


mbl.is Biden illa fyrirkallaður og Demókratar áhyggjufullir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um veðrið

Ísland er á mörkum hins byggilega heims" eins og sagt var í denn en lífið á landinu myndi skána ef að fólk hætti að væla yfir veðrinu. Það væri kannski þess virði að kvarta ef það hefði einhver áhrif. Ísland er dýrt og kalt en þannig er það bara.


mbl.is Óþarflega illa talað um veðrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvöldstund í hringleikahúsinu

Bandaríkjamenn hafa einstakan hæfileika til að breyta öllu í afþreyingu. Nú bíðum við spennt eftir því að tveir aldraðir gladíatorar takist á í hringleikahúsi alheimsins, CNN. Gúdd tæms! Vonandi segja kapparnir eitthvað eftirminnilegt. Besta lína Joe Bidens er sennilega, "Come on, man!"--hann er ekkert sérstaklega mælskur. Mitt uppáhalds svar frá Trump var þegar Hillary Clinton sakaði hann um að vera strengjabrúðu Pútíns og hann sagði: "No puppet, no puppet! You are the puppet!"


mbl.is Biden æfir sig í flugskýli fyrir kappræðurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tillaga um nafn

Væri ekki Skólp betra nafn fyrir þennan bjór? Allavega, þessir umhverfisvænu Þjóðverjar geta drukkið sitt endurnýtta skólp sjálfir.


mbl.is Nýta skólpið til bjórframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þakklæti

Ég er bara þakkalátur fyrir að þurfa ekki að hlusta á röflið í Robert F. Kennedy Jr. En núna þarf einhver að koma með sæmsæriskenningu um hvers vegna hann fékk ekki að vera með. Þetta er varla feðraveldinu að kenna. Kannski er Eðlufólkið á bak við þetta. Já! Þetta er áreiðanlega því að kenna. Það er svo vont! Það er ekki einu sinni fólk!


mbl.is Hefur verið að undirbúa sig allt sitt líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólastarf

Í greininni stendur:

Hún [Kristrún Lind] tek­ur sem dæmi verk­efni sem nem­end­ur í skól­an­um unnu að í tvö ár þar sem þeir end­ur­hönnuðu skóla­lóðina og söfnuðu veru­leg­um upp­hæðum til þess. 

„Þau hafa verið að vinna frá­bært starf þar sem verið er að nýta allt sam­fé­lagið í verk­efn­um sem búa börn­in vel und­ir framtíðina."

Er verið að nota nemendur sem verkafólk og verktaka? Kristrún Lind segir að í "skól­an­um sé unnið gott starf og frek­ar sé til­efni til að end­ur­skoða skólastarf sem legg­ur of­urá­herslu á bók­nám." 

Skólastarf á þessu stigi snýst að mestu leyti um bóknám og það er góðar ástæður fyrir því. Ég held að Kristrún Lind ætti kannski sjálf að líta í eigin barm.


mbl.is Sjálandsskóli þurfi frekar að líta í eigin barm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisborgararéttur og dvalarleyfi

Ég skil ekki alveg tilganginn með þessum greinum um ríkisborgararétt. Kerfi eru oft erfið og ekki alltaf sanngjörn en maður verður að hafa pappírana í lagi. Þetta á við Ísland eins og öll önnur lönd. 


mbl.is „Ég ætla að verða íslenskur ríkisborgari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband