Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2024

Byltingarkennd hugmynd

Hér er byltingarkennd hugmynd. Hvernig væri að fullorðið fólk taki ábyrgð á lífi sínu, í stað þess að fela sig á bakvið þá vafasömu hugmyndafræði að drykkja og fíkniefnanotkun sé sjúkdómur sem skattborgarar beri ábyrgð á?


mbl.is „Óásættanlegt að ríkisstjórnin hunsi fíkniefnavanda“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lexía

Þetta er ekki flókið. Allir háskólar í Bandaríkjunum eru með skýrar reglur um hvers konar hegðun er og er ekki leyfileg. Að setja reglur en fylgja þeim ekki eftir er uppskrift að óreiðu og ofbeldi.


mbl.is Vísa mótmælanemendum úr skólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að slá í gegn

Það gleymist stundum að Mezzoforte var fyrsta íslenska hljómsveitin sem meikaði það á heimsvísu með "Garden Party". Þetta var risastórt spor fyrir íslenska menningu. Loksins vorum við ekki nóboddíar í hinum harða tónlistarheimi.


mbl.is Er á spilunarlistum allan heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neiðarlegt ástand

Síðasta PISA-könnunin sýnir svart á hvítu hvernig komið er fyrir íslensku skólakerfi: "40 prósent 15 ára nemenda á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi samkvæmt könnuninni," segir RÚV.is. Þetta er neyðarástand en þjóðin virðist vera búin að gleyma þessu. Þetta reddast ekki. Það verður að gera eitthvað.  


mbl.is „Heilt þorp þarf til að ala upp barn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norskt réttlæti

Ég verð að játa að ég skil ekki hvernig refsiramminn virkar í norsku réttarkerfi. Anders Breivik myrti 77 manneskjur með köldu blóði og fékk fyrir það 21 árs fangelsisdóm. Miðað við það ætti ekki lögregulumaðurinn að fá nokkrar sekúndur fyrir brotið sem hann er dæmdur fyrir? 


mbl.is Norskur lögreglumaður dæmdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Edrú

Ég hef aldrei almennilega skilið þessa edrú-auglýsingamennsku. Vill fólk fá verðlaun fyrir að hafi hangið þurrt eða ódópað í nokkur ár? Vei! Þú ert frábær að hafa ekki hegðað þér eins og fáviti og rústað lífi þínu og annarra! Til hamingju!


mbl.is Eminem fagnar 16 árum edrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppfært

Í Vísi er fjallað um úrsögn Ingu Bjarkar úr Samfylkingunni. Þar stendur:

Eins og fram hefur komið var ákveðið að samþykkja ekki tillöguna [sem fjallaði um stöðu innflytjenda og umsækjanda um alþjóðlega vernd og mikilvægi þeirra fyrir íslenskt samfélag] heldur að vísa henni til lokaðs málefnahóps til umfjöllunar, en Inga segir að í hann hafi aðeins ákveðnir flokksmenn fengið boð um þátttöku. 

Uppfært: Í samtali við Vísi segir Ólafur Kjaran, aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur formanns flokksins, að málefnahópurinn sé opinn öllum flokksmönnum.

Svo mörg voru þau orð. Svo má bæta því við að mér sýnist að ansi margir, hvar sem þeir standa í pólitík, séu orðnir ansi þreyttir á því að allt sem réttlætisriddurum líkar ekki sé stimplað sem hatursorðræða. 


mbl.is Arnþrúður svarar Ingu Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaðurinn talar

Í ræðu sinni segir Formaður Samfylkingarinnar:

Samfylkingin hefur ítrekað lagt fram tillögur við fjárlög sem fela í sér styrkingu á tilfærslukerfunum okkar; barna-, húsnæðis- og vaxtabætur. 

Hugmyndin er einföld: Að fylgja fordæmi nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndum þar sem þríhliða samstarf ríkis, vinnumarkaðar og atvinnurekanda hefur orðið til þess að traust í kjarasamningsviðræðum hefur verið meira en hér vegna þess að launþegar geta treyst á að ef efnahagsaðstæður breytast muni velferðarkerfið grípa fólk betur og bæta kjör þess svo ekki þurfi að koma til meiri launahækkana. Þetta styrkir líka stöðu fyrirtækja.

Það er ömurleg stefna að gera sem flesta að bótaþegum. Tökum sem dæmi vaxtabótakerfið. Hvers vegna í ósköpunum á skattþegi að niðurgreiða skuldir samborgara sinna?  


mbl.is Kristrún varar flokksmenn við kæruleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritþjófar allra landa sameinist

Eins og flestir ritþjófar viðurkenndi Ingvild Kjerkol ekki ritstuldinn eftir að komist hafði upp um hann. 

Kjerkoll said she and a co-author “did not intend to plagiarize other people’s assignments.”

“Although it hurts not to be believed, we have to deal with the fact that (the university) is of a different opinion,” she said at a joint press conference with Gahr Støre.

Heimild: AP News

Hún lætur eins og hún sé fórnarlambið. Týpískt! Og ég sem hélt að Norðmenn væru svo heiðarlegir. Svona getur maður verið barnalegur. 


mbl.is „Kapall“ eigi vel við um Støre-stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Alþingi

"No shirt, no shoes, no service," er klassískur frasi á bandarískum veitingastöðum. Mér finnst það ágætisregla. En það eru áreiðanlega margir sem myndi kalla það ableisma (hæfnihyggju) að ætlast til þess að þingmaður sé í samstæðum sokkum og í skóm á Alþingi. Svona breytast hlutirnir.


mbl.is Hver var í ósamstæðum sokkum á Alþingi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband