Bloggfærslur mánaðarins, október 2016

Leynivopn Sigmundar

Of seint. Sigmundur Davíð gat ekki einu sinni unnið sigur meðal Framsóknarmanna í formannskjörinu. Hann hefði betur notað þetta leynivopn sem hann er að tala um núna í þeirri kosningabaráttu, ekki satt?


mbl.is Hefði farið með Framsókn í 19%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um málamiðlun

Stundum eru málamiðlanir nauðsynlegar, en stundum þýða þær bara að allir verða óánægðir. Stundum er best að láta skerast í odda.


mbl.is Allt hægt ef fólk er reiðubúið til málamiðlunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fúsk og fagmennska

Amatörar! Ef Tinni gerðist mannræningi myndi hann ekki líða neitt fúsk.

Flottur veitingastaður þarna í Nice.

Tinni


mbl.is Kokkurinn, sá heimilislausi og Tinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði

Ég sem hélt að lýðræði væri eitt af grunngildum Pírata. Vill Helgi minnihlutalýðræði með þessu tali um minnihlutastjórn?


mbl.is Myndi fagna minnihlutastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

X-X

Er Hugleikur eitthvað ólukkulegur með lýðræðið?


mbl.is Hugleikur teiknar stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni bakar

Bjarni er flínkur að baka og skreyta kökur og það er ekki ósennilegt að honum takist að baka nýja stjórn. Eins og hann veit er þolinmæði og kærleikur mikilvæg þegar kemur að bakstri. Það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina, eins og máltækið segir, en mér finnst ekki ósennilegt að Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn verði í næstu stjórn og annað hvort Besti flokkurinn eða Framsókn. 

Sjáum hvað setur.

Bjarni bakar


mbl.is Bakar táknræna köku við tækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð og orður

Dylan er Jimmy Buffett aðdáandi, sem kemur svolítið á óvart, en það er auðvitað dæmigert fyrir Dylan að segja og gera hluti sem flestum finnst að Dylan ætti ekki að segja eða gera, eins og til dæmis að gefa út jólaplötu og auglýsa Cadillac og Victoria Secret undirföt. Hér er lag sem Dylan hefur mætur á:

 


mbl.is Dylan var orðlaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar

Gott hjá Framsóknarflokknum að fylgja þessu eftir. Það var ekki hægt að sitja undir þeim ásökunum sem fyrrverandi formaður flokksins og formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur voru með. 


mbl.is Ekkert athugavert við formannskjörið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um niðurstöður

Sem sagt, ef Trump vinnur eru kosningarnar í góðu lagi, en ef hann tapar er það svindl. Dásamlegt!


mbl.is Viðurkennir „skýra niðurstöðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsamleg athugasemd

Morgunblaðið verður að standa sig aðeins betur en þetta. Eftirfarandi er bein tilvitnun í fréttina:

Cl­int­on skaut snemma á Trump og full­yrti að Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti stæði að baki fram­boðs hans til for­seta. Vísaði hún til skýrslna banda­rískra leyniþjón­ustna sem, þar sem seg­ir að tölvu­árás­ir Rússa hafi beinst að flokki henn­ar og fram­boði. Krafðist hún þess af Trump að hann for­dæmdi þessi af­skipti.

The Democratic for­mer secret­ary of state scor­ed an ear­ly hit against the Repu­blican property mog­ul, alleg­ing that Russi­an Presi­dent Vla­dimir Put­in was back­ing his run for office.

Í alvöru?

UPPFÆRT:

Jæja, það er búið að taka enskuna út. Takk fyrir það!

 


mbl.is Mun Trump ekki una niðurstöðunni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband