Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017

Endurtekið efni

Að reka fólk er það sem Trump er þekktastur fyrir og Trump, eins og flestir, endurtekur það sem hann telur að virki. Þar af leiðandi var það einungis tímaspursmál hvenær hann myndi reka einhvern. Ég held að hann sé rétt að byrja. 


mbl.is Rak dómsmálaráðherrann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blóð og steypa

Að borga fyrir múrinn hans Trumps með blóðpeningum væri í stíl við ruglið sem er í gangi varðandi þetta mál. 


mbl.is Eiturlyfjabarónar borgi vegginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðs Trudeaus

Þýðinging á orðum Trudeaus er ekki alveg rétt. Þýðingin í greininni er eftirfarandi:

þeir sem fremji glóru­laust at­hæfi sem þetta eigi ekk­ert er­indi með að til­heyra kanadísku sam­fé­lagi

Trudeau skrifaði:

and these senseless acts have no place in our communities, cities and country

Með öðrum orðum, Trudeau segir að þetta glórulausa athæfi eigi ekki heima í kanadísku samfélagi. Hann fordæmir verkin, en hann er ekki að útskúfa þeim sem framkvæmdu þau úr samfélaginu, enda getur hann það ekki svo auðveldlega ef þeir eru kanadískir ríkisborgarar. 

 


mbl.is Sex látnir í árás í Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning

Segjum sem svo--sem er að sjálfsögðu ekki sjálfgefið--að aðgerðir eins og þær sem forsetinn hefur fyrirskipað séu nauðsynlegar til að vernda öryggi Bandaríkjanna. En málið er að flestir hryðjuverkmennirnir sem stóðu á bak við árásirnar 11. september 2001, þar sem 2996 þúsund manns voru myrtir og yfir 6000 þúsund særðir, voru frá Sádí-Arabíu. Hvers vegna er Sádí-Arabía ekki á bannlista forsetans? Hvert skildi svar hans vera við því?

 

 


mbl.is Íslendingar gætu verið í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordómar

Kannski eru þetta fordómar, en mér finnst að Beck hafi aldrei gefið út betri plötu en Mellow Gold.


Vesen

Trump strax búinn að koma sér í vandræði. Ef fundurinn hefði verið árangurslaus hvernig ætlar hann að láta Mexikó borga fyrir múrinn sinn? En svona hasar er náttúrulega hans líf og yndi, en kannski ekki beint það sem Bandaríkin þurfa einmitt núna. En veran er vesen 


mbl.is Fundurinn hefði verið „árangurslaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bannað

Þegar blaðamenn spurðu einn af öldungadeildarþingmönnum Repúblikana, John Thune, um hugleiðingar Trumps um vatnspyntingar sagði hann að þingið hefði útlkljáð málið 2015 og að pyntingar væru bannaðar.

 

 


mbl.is Telur að vatnspyntingar beri árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að mótmæla

"I went down to the demonstration 

To get my fair share of abuse."


mbl.is 90 manns handteknir vegna Trump mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neil Young, "Barstool Blues"


Um þýðingar

Í greininni stendur: „Donald Trump . . . leiddi stand­andi lófa­tak til heiðurs Hillary Cl­int­on". Þetta er ísl-enska („lead a standing ovation"). Mig grunar að fæstir Íslendingar viti hvað það þýði að „leiða standandi lófatak". Með öðrum orðum, þennan hluta fréttarinnar mætti endurþýða.


mbl.is Trump lætur klappa fyrir Clinton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband