Bloggfærslur mánaðarins, október 2013

Spara eigi aga við sveininn

Í greininni stendur: "Fram kemur í fréttinni að Pearl-hjónin haldi því fram að Biblían leggi áherslu á að börn séu beitt líkamlegum refsingum." Lítum í Bíblíuna. Þar stendur:

Spara eigi aga við sveininn,

því ekki deyr hann, þótt þú sláir hann með vendinum.

Þú slær hann að sönnu með vendinum,

en þú frelsar líf hans frá Helju.

Orðskviðirnir 23:13-14

Þannig er nú það. Ef sumir kristnir söfnuðir vilja banna bók hjónanna á Amazon, vilja þessir hópar þá banna Bíblíuna líka?

Það getur verið varasamt að byggja líf sitt á því sem stendur í fornum ritum.


mbl.is Mælt með kerfisbundnum hýðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frelsi til að skilja

Kemur það ríkisstjórninni við að fólk vill skilja? Og hvað ætlar norska ríkið að gera í málinu? Pierre Trudeau sagði: „Það er ekkert pláss fyrir ríkið í svefnherbergjum þjóðarinnar." 
mbl.is Vill ýta undir rómantík hjóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björt framtíð?

Það er mikið til í þessu hjá Styrmi. Það má bæta því við að það þarf sterk bein til að vera í pólitík, eins og allir vita. Margaret Thatcher sagði: „Það gleður mig alltaf mjög mikið þegar árás er sérstaklega særandi, því þá hugsa ég með sjálfri mér, Jæja, fyrst ráðist er gegn mér persónulega sýnir það að andstæðingar mínir eiga engin pólitísk rök eftir." Mig grunar að Jón Gnarr hafi einfaldlega ekki þá hörku, baráttugleði og ófyrirleitni sem atvinnustjórnmálamenn þurfa að búa yfir.

Jón Gnarr höfðaði til fólks vegna þess að hann er andsvar við hefðbundinni pólitík. Hann hefur lagt sitt af mörkum og ólíkt hefðbundnum stjórnmálamönnum veit hann hvenær hann á að hætta. Nú er komið að fólki sem er ósátt við hefðbunda pólitík að gera eitthvað í stað þess að sitja bara heima og nöldra. 

 



mbl.is Gjörbreytt staða í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umfjöllun óskast

Þetta er fréttatilkynning en ekki frétt. Gaman væri að fá umfjöllun blaðamanns um málefnið. 
mbl.is Álögur hafa hækkað um 440 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mbl vs. DV

Æsispennandi! Mogginn kominn í hörku samkeppni við DV. Eða er þetta symbolísk saga um bankahrunið? Ritstjóri Morgunblaðsins er jú smásagnahöfundur.
mbl.is Handrukkun vegna 7.000 króna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vondir eru ekki vondir

Þetta er merkilegt átak og það er um að gera að rannsaka einelti frá sem flestum sjónarhornum, en að gera alla að fórnarlömbum, gerendur jafn sem þolendur eineltis, er varhugavert og órökrétt, að mínu mati.

Í greininni stendur: „Börn sem leggja aðra í einelti eru ekki vond, en þau þurfa hjálp við að uppræta neikvæða hegðun." Hvers vegna má ekki segja að börn sem leggja önnur börn í einelti séu vond? Væri ekki réttara að segja að börnin þurfi hjálp við að hætta að vera vond? Við erum það sem við gerum. Einstaklingur sem drekkur of mikið er alkóhólisti. Að segja: „Fólk sem drekkur of mikið er ekki drykkjufólk, en það þarf hjálp við að uppræta neikvæða hegðun" er rökleysa. Til þess að geta breytt hegðun sinni verður fólk, börn jafnt sem fullorðnir, að horfast í augu við raunveruleikann. 


mbl.is Gerendur eineltis þurfa líka hjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Árni Johnsen?

Hvar er Árni Johnsen þegar álfarnir á Álftanesi þarfnast hans?
mbl.is „Ég stend hér fyrir hönd álfanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyndardómar veggjakrotsins

Hvers vegna krota veggjakrotarar ekki á veggina heima hjá sér?
mbl.is Veggjakrot eykst í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rokk ljóðskáld--"The toppermost of the poppermost"

Lou Reed

Megnið af dægurlagatextum er hnoð, en góðir rokktextar eru list. Lou Reed, sem lést í dag, var eitt fremsta rokkljóðskáld Bandaríkjanna. Að öðrum ólöstuðum er hann að mínu mati fjórða merkilegasta rokkskáld Norður-amerískrar tónlistarsögu. Flestir tónlistargagnrýnendur myndu að öllum líkindum setja Bob Dylan í fyrsta sætið. Ég myndi setja Jim Morrison í annað sæti og Leonard Cohen í það þriðja. 

Auðvitað er þetta allt spurning um smekk, en það er stundum gaman að setja saman vinsældarlista til að „örva heilbrigða samkeppni." John Lennon segir frá því að Bítlarnir grínuðust með það að þeir væru á leiðinni "to the toppermost of the poppermost."

Ef lesendur hafa áhuga á þessu viðfangsefni væri gaman að heyra hvaða fleiri Norður-amerískir söngvarar og textahöfundar eiga heima á lista yfir merk rokkljóðskáld. 

 


Amerískt skáld deyr


mbl.is Lou Reed látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband