Færsluflokkur: Bloggar
Að berja kennarann sinn
21.10.2025 | 20:18
í greininni stendur:
Þeir nemendur sem beita kennara ofbeldi eru gjarnan börnin sem eru með miklar stuðningsþarfir og upplifa vanlíðan í skólanum af því að þau fá ekki úrræði við hæfi.
Í mörgum tilfellum hefur fagfólk í leikskólum unnið með vanda barnsins og greiningarferli jafnvel hafið, en þrátt fyrir það fylgir barninu ekki aukið fjármagn vegna stuðnings þegar það byrjar í skóla.
Þetta segir Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir, skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi, í samtali við mbl.is.
Svelgist fólki á morgunkaffinu þegar það les þetta, eða eru lesendur Morgunblaðsins orðnir svo "frjálslyndir" að skoðunin sem skólastjórinn setur hér fram er tekin góð og gild?
Nemendum líður því miður alltof oft hræðilega í skólanum--það er gömul saga og ný--en að bregðast við með því að berja kennarann sinn er nokkuð sem verstu hrekkjusvínum hefði ekki einu sinni dottið í hug þegar ég var í skóla og upplifði maður nú ýmislegt. En núna er þetta sett fram sem eðlileg skýring. Gerandinn er orðinn fórnarlambið og "lausnin" er, að sjálfsögðu, aukið fjármagn. En þetta er ekki spurning um peninga. Þetta er spurning um viðhorf og "frjálslyndi" sem hefur misst tengslin við heilbrigt frjálslyndi og er orðið hættulegt þolendum, gerendum og samfélaginu öllu. Okkur ber öllum skilda til að standa vörð hvort um annað. Við gerum það ekki með því að normalísera hegðun eins og að berja kennarann sinn af því að manni líður illa í skólanum.
|
Það verður eitthvað að láta undan |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um lestur
11.10.2025 | 06:14
"Um 47% drengja getur ekki lesið sér til gagns samkvæmt PISA mælingum 2022 við útskrift úr 10. bekk," samkvæmt Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Þess vegna þarf enginn að vera hissa á því að það gangi brösuglega að kenna skáldsögur Laxness.
|
Ég held við séum að missa stjórn á þessu |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rektor tjáir sig
28.8.2025 | 23:04
Rektorinn tjáir sig en segir í rauninni ekki neitt. Er hún með eða á móti því að þagga niður í gestafyrirlesara? Þar er efinn.
|
Rektor skrifar um atvikið 6. ágúst |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Draugagangur
15.8.2025 | 21:13
Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, mætti til Alaska í peysu með einkennisstöfum Sovétríkjanna sálugu, CCCP. Pútín er, eins og allir vita, gamall KGB maður. Vofa helstefnu leikur ljósum logum í Alaska.
|
Lavrov verður Pútín innan handar |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fundur?
7.8.2025 | 19:49
Mig grunar að það verði ekkert úr þessum fundi. Bæði Pútín og Selenskí hafa sett skilyrði fyrir honum sem ólíklegt er að verði uppfyllt að svo stöddu. Fólk virðist alltaf jafn hissa á því að stríð brjótist út, en stríð er mannskepnunni jafn eðlislægt og friður. En ef Pútín og Selenskí þurftu sjálfir að berjast á vígvellinum eru allar líkur á því að þessu stríði myndi ljúka frekar fljótt.
|
Selenskí: Evrópa verður að taka þátt |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Röng þýðing
4.8.2025 | 21:16
Í greininni stendur:
BBC greinir frá. Það er okkar faglega mat að Hamas stafi ekki lengur stefnumarkandi ógn af Ísrael, segja embættismennirnir.
Hér hefur blaðamaður Morgunblaðsins ruglað saman Hamas og Ísrael.
|
Leita til Trumps um aðstoð við að binda enda á stríðið á Gasa |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glæpir og Trumpismi
30.7.2025 | 21:45
Það er mótsögn í umfjöllun afbrotafræðingsins. Fyrst segir hún:
Það er klárlega stemning fyrir þessari umræðu [sem hún kallar Trumpisma] á samfélagsmiðlum en hvort hún rími við raunveruleikann eða vinnubrögð lögreglunnar, ég bara þekki það ekki.
En svo segir í greininni:
Margrét segist ekki vita til þess að lögreglan hafi breytt sínum vinnubrögðum eða bregðist síður við ákveðnum brotum sem eru ekki talin alvarleg.
Ég hef ekki séð neitt sem bendir til þess, segir Margrét um það.
Fyrst segist hún ekki vita hvort að áhyggjur um að ekki sé tekið nógu hart á glæpum eigi við rök að styðjast. En svo segir hún að ekkert bendi til þess að svo sé.
Svo má bæta við að Trump hefur engan einkarétt á því að hafa áhyggjur af glæpum. Að kalla slíkar áhyggjur Trumpisma er villandi og ýtir undir óþarfa pólitíska skautun.
|
Traust til lögreglu rýrnar: Þetta er Trumpismi |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glæpir og staðreyndir
27.7.2025 | 02:03
Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir í útvarpsviðtali sem fylgir með frétt á Vísi þann 22. júlí: Það er nú alltaf verið að halda því fram í fjölmiðlum að glæpir hafi aukist á Íslandi. En það er auðvitað ekki rétt. Þeir hafa ekkert aukist. Hvers vegna segir hann þetta ef það er borðleggjandi að þeir hafa aukist?
|
Fjöldi stórfelldra líkamsárása tvöfaldast |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samstuðið
1.7.2025 | 08:09
Svona er hann, rauði raunveruleikinn.
|
Sósíalistum bolað úr Bolholti |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fólk í fréttum
21.6.2025 | 03:01
Fræga fólkið--og fólkið sem vill verða frægt--er endalaust að "opna sig" um hluti sem venjulegt fólk hefur takmarkaðan áhuga á. Samkvæmt ráðandi hugmyndafræði er hinn moldríki Drake fórnarlamb og spilafíkn hans er "sjúkdómur" sem er samfélaginu að kenna. Bú hú.
|
Drake opnar sig um spilafíkn |
| Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt | |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)







