Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015

Rússland

Þetta er lélegur brandari. Rússneskur efnahagur er í rúst og Pútín er reiðubúinn að gera ansi margt til að draga athygli frá því. Yfirgangur Pútins kallar á viðbrögð annarra landa og þá getur hann haldið áfram að leika píslarvott.

Þegar kemur að leiðtogum eru Rússar sérstaklega óheppin þjóð. 

Isaak Levitan Evening Bells 1892


mbl.is Endurskoða viðurkenningu sjálfstæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gráir skuggar

Ég þarf greinilega að fara að klára fyrstu bókina. Ég er á síðu 81. Anastasia og Grey eru búin að kyssast og það er allt og sumt!

Fifty Shades of Beige


mbl.is Twitter jarðaði höfund Fifty Shades of Grey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grikkland

Vinstri stjórnin sem lofaði öllu fögru er búinn að koma Grikklandi á ystu nöf og neitar svo að taka afleyðingum gjörða sinna og taka ákvörðun. Þess í stað varpar ríkisstjórnin ábyrgðinni á borgarana, en ráðleggur þeim að "kjósa rétt".

Ég spá því að Grikkir kjósi að samþykkja þann díl sem lánadrottnar þeirra hafa boðið þeim. Þeir geta ekki treyst á núverandi stjórnvöld. Hveitibrauðsdögunum er lokið.

Grikkland


mbl.is Spurningin er: evra eða drakma?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Venjulegur ungur maður?

Í fréttinni stendur: 

Sei­feddine Rezgui virt­ist ekki frá­brugðinn öðrum ung­um mönn­um í Tún­is, það benti ekk­ert til þess að hann myndi myrða tæp­lega fjör­tíu manns á ferðamannastað síðastliðinn föstu­dag.

Í The Telegraph stendur að Seifeddine Rezgul hafi lýst yfir stuðningi við ISIS á Facebook-síðu sinni og deilt þar áróðursmyndböndum samtakanna.

Heimild: http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/africaandindianocean/tunisia/11704835/Tunisian-gunmans-father-Islamist-extremists-ruined-my-sons-brain.html


mbl.is Löghlýðinn og trúrækinn breikdansari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trump

Donald Trump lögsækir allt sem hreyfist um þessar mundir. Þessu líkur sennilega með því að hann lögsækir sjálfan sig óvart. Þetta er maðurinn sem ætlar að redda efnahag Bandaríkjanna. Hann hefur lýst yfir gjaldþroti fyrirtækja sinna ekki einu sinni, ekki tvisvar, ekki þrisvar, heldur fjórum sinnum.

Trump


mbl.is NBC slítur samstarfinu við Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fánar

Fáninn er gerður til að hæðast að ISIS fánanum. Fréttakonan og allt liðið á CNN fattaði það ekki. Þetta vantar í þessa frétt.


mbl.is „Fáni ISIS“ auglýsti kynlífsleikföng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem vantar í fréttina

Það sem vantar í fréttina er þessi óborganlega setning úr bloggfærslu hennar: 

I made a mistake, but it’s not the mistake all these giddy a$$holes have loved to assume.

Klassí!


mbl.is Palin: „Óléttan var plönuð!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chris Squire

Sorglegt. Chris Squire var frábær bassaleikari. 


mbl.is Bassaleikari hljómsveitarinnar Yes látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vináttuprófið

Besta leiðin til að láta reyna á vináttu tveggja einstaklinga er að hefja ástarsamband. Ef vináttan lifir það af er hún sönn og mun haldast jafnvel þótt sambandinu ljúki. wink

Vinátta


mbl.is Sambandsslitin voru dramatísk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tragedy

Egill Ólafur Thorarensen, A.K.A. Egill Tiny, lýsir sinni hlið á Stóra Bam Margera málinu í nýlegum Harmageddon þætti. Þar talar hann um að með Bam Margera hafi verið "einhverjir svona tveir aðrir gaurar sem líta út fyrir að vera einhverjir svona dauðir sjóræningjar úr Pirates of the Carribean". Deilur þessara aðila enduðu með handalögmálum eins og flestir vita. Egill Tiny segir að Bam Margera hafa hrækt framan í sig og skallað sig áður en Egill kýldi hann. Egill heldur því fram að til sé upptaka af þessu, sem Bam Margera vilji ekki sýna. En hvað um það, annar þessara "dauðu sjóræningja" er að öllum líkindum Andy McCoy, sem spilar í hljómsveit Bams, Earth Rocker.

Hver er Andy McCoy? Andy McCoy var skírður Antti Huikko, og var í hinni stórskemmtilegu finnsku glam pönk hljómsveit Hanoi Rocks. Antti (Andy) Huikko (McCoy), skiluru.

Helsta fyrirmynd finnska rokkarans er Keith Richards, sem Johnny Depp notaði sem fyrirmynd af Jack Sparrow í Pirates of the Caribbean. Þó að Egill Tiny hafi ekki þekkt Andy McCoy, þá þekkti hann lúkkið. Svona fer allt í hring í heimi skemmtanaiðnaðarins.

Hér er Andy McCoy eins og hann leit út fyrir nokkrum árum.

Andy McCoy

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Keith Richards eins og hann leit út á áttunda áratugnum.

Keith Richards

 

 

 

 

 

 

 

 

Líkt og Keith Richards hefur Andy McCoy gengist svolítið fyrir, eins og amma mín, sem var frá Grundarfirði, sagði stundum, síðan myndin var tekin af honum. Núna er hann líkari dauðum sjóræningja, eða Keith Richards eins og hann lítur út í dag, en Jack Sparrow.

Andy McCoy 2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er mynd af McCoy með hljómsveitinni Earth Rocker. Myndin er tekin á Íslandi þegar sveitin spilaði á Secret Solstice. Andy McCoy er gæinn með glasið. Annar hvor hinna hljómsveitarmeðlimanna er sennilega hinn "dauði sjóræninginn".

Earth Rocker

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Til samanburðar er hér mynd af Keith Richards og Johnny Depp úr Pirates of the Caribbean.

Keith Richards Johnny Depp

 

 

 

 

 

 

 

Að lokum er hér lag með Hanoi Rocks, "Tragedy." Ó, kona Bam Margera heitir ekki Nicole Boys eins og stendur í greininni. Hún heitir Nicole Boyd.

 

 


mbl.is „Payback is a bitch!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband