Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014
Tíminn og sagan
28.2.2014 | 23:06
Tímasetning skiptir máli. Fyrir 69 árum hefði manneskja verið í vondum málum fyrir að segja ekki Heil Hitler í Frankfurt.
Kærður fyrir að segja Heil Hitler | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Að hlusta á íslenska kjósendur
27.2.2014 | 07:42
Þegar þetta er skrifað hafa 34.975 skrifað undir áskorunina um það að þjóðin fái að kjósa um hvort slíta eigi viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Það er 14,4% kosningabærs fólks á Íslandi. Er kannski kominn tími til að hlusta?
Þess má geta til gamans að 2007 fékk Framsóknarflokkurinn 11,7% atkvæða og 2009 fékk flokkurinn 14,8% atkvæða í Alþingiskosningum.
Rúmlega sjö tíma hlé á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jón Sigurðsson horfir á
27.2.2014 | 00:21
Hér er nokkuð merkileg mynd. Forsætisráðherra stangar úr tönnunum á meðan Bjarni og Katrín eiga í erfiðum samskiptum.
Hvað skildi Jón forseti vera að hugsa?
Baðst afsökunar á ummælum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Neðanmálsgrein
26.2.2014 | 19:26
Hér er neðanmálsgrein við þessa frétt. Þetta er spennandi tímar. Það er ekki hægt að segja annað.
Kallaði ráðherra helvítis dóna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fréttatilkynning
26.2.2014 | 08:47
Stafgönguklúbbur Strumpanna lýsir yfir stuðningi við þingsályktunartillögu Sjálfstæðisflokksins um að draga Evrópusambands-umsóknina til baka. Það sér það hver meðalgreindur maður, og strumpur, að þetta er eina vitið í stöðunni, segir í fréttatilkynningu frá klúbbnum. Þorpið okkar var innlimað í Evrópusambandið, eftir svik Hrekkjastrumps og Ömmu-strympu, og síðan hefur atvinnuleysi og hungursneið herjað á okkur. Okkur er mjög hlýtt til Íslands og við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að forða landinu frá þeim hörmulegu örlögum sem yfir okkur hafa dunið.
(Myndin er af Strumpabyggð áður en hún var innlimuð í Evrópusambandið.)
Málfundafélagið Sleipnir styður að draga umsóknina til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mögnuð mynd
26.2.2014 | 07:54
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ákvarðanir og afleiðingar
25.2.2014 | 21:09
Greiða ekki út þróunaraðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Auðvitað
25.2.2014 | 04:07
Helgi Seljan á þakkir skyldar fyrir að fá Bjarna Benediktsson loks til að viðurkenna hið augljósa. Bjarni sagði í lok viðtalsins í Kastljósi: Ég get ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við höldum áfram viðræðum við Evrópusambandið vegna þess að það er pólitískur ómöguleiki til staðar. Auðvitað á þjóðin að fá að kjósa eins og búið var að lofa.
Eftirfarandi stóð svart á hvítu í kynningarefni Sjálfstæðisflokksins:
Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram
En þetta stendur þar ekki lengur. Það er til skjámynd af þessu fyrir þá sem trúa þessu ekki.
Þetta eru staðreyndir sem ekki er hægt að neyta og Bjarni Benediktsson er nú loksins búinn að viðurkenna að hann gat ekki fyllilega staðið við það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Sannleikurinn er, merkilegt nokk, sagna bestur og það er ekki of seint að standa við þetta loforð.
19 þúsund vilja þjóðaratkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sagnfræði
25.2.2014 | 00:08
Dimitrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, segir að "Rússar geti ekki sest að samningsborðinu með leiðtogum sem komist til valda með vopnaðri byltingu". En það er allt í lagi að forseti Rússlands sé gamall KGB maður?
Forsætisráðherrann ætti kannski að kynna sér sögu lands síns örlítið betur. Hann gæti byrjað á Því að lesa um rússnesku byltinguna.
Efast um lögmæti stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)