Út í eyðimörkina

Nýi formaður Samfylkingarinnar, flokks sem þurrkaðist næstum út líkt og er að gerast með Vinstri græna, áttaði sig á því að til að lifa af þurfti flokkurinn að mjaka sér aðeins til hægri. Vinstri grænir virðast ekki vera á þeim buxunum, sem er að mörgu leyti skiljanlegt, heldur gera sig líklega til að halda lengra út í eyðimörk villta vinstrisins. Kannski ná þeir þar að kroppa fylgi af Sósíalistum og Pírötum. Kannski ekki. Andi eyðimerkurinnar er kaldur og óútreiknanlegur.


mbl.is „Við eigum að hætta hvalveiðum á Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir Finnar

Þetta minnir mig á söguna um litla og stóra Finnann. Þeir sátu að sumbli eitt vetrarkvöld í Helsinki. Þeir kláruðu eina vodkaflösku. Litli Finninn sagði við stóra Finnann, "Þetta var góður vodki." Þeir drukku aðra vodkaflösku. Litli Finninn sagði við stóra Finnann, "Þetta var góður vodki." Þeir drukku aðra vodkaflösku. Litli Finninn sagði við stóra Finnann, "Þetta var mjög góður vodki." Þá sagði stóri Finninn við litla Finnann, "Erum við hér til að drekka eða erum við hér til að tala?"


mbl.is Finnland rýmkar áfengislög landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungliðar og útlendingalög

Er það bara ég eða hljómar yfirlýsing ungliðahreyfinganna þrettán eins og þær telji að stjórnvöld á Íslandi séu samsafn af ómennum sem viti ekki einu sinni hvað mannréttindi eru? Vinstri grænir segjast styðja útlendingafrumvarpið. Eru þeir líka vondir að mati ungliðahreyfinganna? Ungliðahreyfingar stjórnarflokkanna skrifa ekki undir yfirlýsinguna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, skrifar heldur ekki undir.  


mbl.is 13 ungliðahreyfingar fordæma frumvarp ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðjan á hreyfingu

Miðjan er að færast til hægri segir CNN, sem er svosem engin opinberun.


mbl.is Róttækir sækja á en hófsamir halda velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli og refsing

Árið 2020 var aðgerðasinni No Borders samtakanna sakfeldur fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu og brjóta þar með 19. grein lögreglulaga. Honum var ekki leyft að áfrýja dómnum. 


mbl.is „Tján­ing­ar­frelsið gild­ir jafnt um ólík­ar skoðanir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frúin í Frankfúrt

Þessi frétt setti af stað hugrenningatengsl við þýska bíómynd sem ég sá fyrir langa löngu og heitir Happy Birtday, Türke! Söguhetjan er einkaspæjari sem fæddist í Tyrklandi en ólst upp í Þýskalandi. Hann er staddur í fínu hverfi í Frankfúrt ef ég man rétt og er að tala við virðulega eldri konu. Eftir samtalið segir hún við hann: "Þú talar bara alveg ágætis þýsku." Hann svarar: "Þú líka." Frúin í Frankfúrt átti ekki von á þessu. 


mbl.is Tugþúsundir mótmæltu um allt Þýskaland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamingja

Inlegg Indriða. 


mbl.is Hamingja landsmanna fer hnignandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög unga fólksins

Núna er rétti tíminn til að hlusta á "Hells Bells"!


mbl.is Seint eldist Young
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bókaþjóðin

Eru stjórnendur höfuðborgar bókaþjóðarinnar virkilega svo metnaðarlausir að þeir geta ekki haldið bókasöfnum opnum?


mbl.is Rithöfundar mótmæla lokunum bókasafna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forysta

Sumir myndu kannski spyrja, Forysta yfir hverju?


mbl.is VG flýta landsfundi: Kosið um nýja forustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband