Kapítalisminn og vatnið
30.6.2023 | 22:46
Stundum er sagt að kapítalistar eigi sér ekkert föðurland og því skipti gróði þá meira máli en menning, tunga og allt annað. Svo má líka halda því fram að þetta mál sé stormur í vatnsglasi. En það er vissulega rétt hjá Eríki að dropinn holar steininn.
Segir gagnrýni á Bon Aqua skiljanlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tillaga
29.6.2023 | 20:26
Ég legg til að blaðamenn hætti nú þegar að nota þessa kjánalega slettu pop up.
Landsliðskokkurinn með pop up á Sauðá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skaparinn og skrímslið
24.6.2023 | 09:15
Sú staða sem núna er kominn upp í Rússlandi er að öllum líkindum ekki staða sem Pútín reiknaði með í upphafi árásarinnar á Úkraínu. Prigósjín er skrímsli Pútíns og þeir sem hafa lesið Frankenstein, eða séð útgáfu af sögunni í bíó, vita að skrímsli getur snúist gegn skapara sínum.
Pútínskir samsæriskenningasmiðir er að sjálfsögðu byrjaðir að halda því fram að vesturlönd séu á bakvið atburðina en það eru nú bara fastir liðir eins og venjulega.
Pútín: Þetta eru landráð! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Rússnesk saga
23.6.2023 | 22:12
Maður furðar sig á því að Prigósjín sé enn á lífi. Með hverjum degi sem líður aukast líkurnar á því að hann hljóti sömu örlög og Raspútín.
Bræðravíg í uppsiglingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tölur
22.6.2023 | 08:22
Fylgi Vinstri grænna er í sögulegu lágmarki, 5.7% samkvæmt Gallup. Einungis Flokkur fólksins mælist með minna fylgi, 5.5%. Skyldi fylgi Vinstri grænna fara upp eða niður eftir þessa ákvörðun? Flokkurinn virðist í útrýmingarhættu. Kannski þarf að friða hann.
Þruma úr heiðskíru lofti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bíó
21.6.2023 | 22:33
Í Tónabíói sá ég Apocalypse Now árið 1979. Myndin setti mark sitt á mig eins og marga aðra. Þetta er verk sem hægt er að horfa á aftur og aftur á sama hátt og maður getur hlustað endalaust á sömu tónlistina og skoðað sama málverkið ef listin er sönn.
Bíósýningar hefjast aftur í Tónabíó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skemmtileg leiðindi
19.6.2023 | 19:07
Sumir eru skemmtilega leiðinlegir. Þingkonan og vistfemíníski græninginn Sandrine Rousseau er gott dæmi um svoleiðis manneskju.
Gagnrýndur fyrir að þamba bjór (myndskeið) | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ró og friður
17.6.2023 | 21:37
Í 8. grein "Reglugerðar um hávaða" (Stofnreglugerð 724/2008) stendur:
Gæta skal sérstaklega að hávaðavörnum í og við leik- og grunnskóla sem og dvalarrými þjónustustofnana.
Borgarar eiga rétt á því að njóta lífsins í ró og friði á eigin heimili.
Körfuboltakörfur fjarlægðar af borginni 17. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Forræðishyggja fyrir framtíðina
16.6.2023 | 23:49
Mér finnst algjörlega óþolandi að einhverjir frekir aðilar á markaði stjórni regluverkinu og verklaginu með það hvernig Íslendingar umgangast áfengi eða aðra hluti, segir Sigurður Ingi. Það er náttúrulega algerlega óþolandi að fullorðið fólk fái að ráða sér sjálft. Frekir forræðishyggjusinnar, helst Framsóknarmenn, eiga auðvitað að stjórna því hvernig Íslendingar umgangast áfengi og aðra hluti. "Frelsi er helsi!" og "Vanþekking er styrkur!" eins og Stóri bróðir benti borgurum Oceaníu á. Við þurfum að læra að elska Stóra bróður. Það gerði Wilson Smith að lokum. Þá leið honum miklu betur.
Frekjur eiga ekki að stýra áfengisumgengni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einföld lausn
15.6.2023 | 22:45
Það er til einföld lausn á áfengisvandanum. Að taka upp Íslamstrú. Múslimar mega ekki drekka áfengi. Íslam er svarið! Alla vega ef við viljum leysa áfengisbölið
Telur nálægð við matvöru varasama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)