Glæpir og Trumpismi
30.7.2025 | 21:45
Það er mótsögn í umfjöllun afbrotafræðingsins. Fyrst segir hún:
Það er klárlega stemning fyrir þessari umræðu [sem hún kallar Trumpisma] á samfélagsmiðlum en hvort hún rími við raunveruleikann eða vinnubrögð lögreglunnar, ég bara þekki það ekki.
En svo segir í greininni:
Margrét segist ekki vita til þess að lögreglan hafi breytt sínum vinnubrögðum eða bregðist síður við ákveðnum brotum sem eru ekki talin alvarleg.
Ég hef ekki séð neitt sem bendir til þess, segir Margrét um það.
Fyrst segist hún ekki vita hvort að áhyggjur um að ekki sé tekið nógu hart á glæpum eigi við rök að styðjast. En svo segir hún að ekkert bendi til þess að svo sé.
Svo má bæta við að Trump hefur engan einkarétt á því að hafa áhyggjur af glæpum. Að kalla slíkar áhyggjur Trumpisma er villandi og ýtir undir óþarfa pólitíska skautun.
![]() |
Traust til lögreglu rýrnar: Þetta er Trumpismi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glæpir og staðreyndir
27.7.2025 | 02:03
Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir í útvarpsviðtali sem fylgir með frétt á Vísi þann 22. júlí: Það er nú alltaf verið að halda því fram í fjölmiðlum að glæpir hafi aukist á Íslandi. En það er auðvitað ekki rétt. Þeir hafa ekkert aukist. Hvers vegna segir hann þetta ef það er borðleggjandi að þeir hafa aukist?
![]() |
Fjöldi stórfelldra líkamsárása tvöfaldast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samstuðið
1.7.2025 | 08:09
Svona er hann, rauði raunveruleikinn.
![]() |
Sósíalistum bolað úr Bolholti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)