Færsluflokkur: Bloggar

Pólitík og fræðimennska

Vonandi gengur Núma allt í haginn. En mig langar að benda á eitt. Ég vitna fyrst í greinina:

„Það er verið að reyna stjórna því hvað há­skól­ar rann­saka og það er verið að gera rann­sókn­ir póli­tísk­ar. Ég er því al­gjör­lega ósam­mála. Mér finnst að vís­inda­menn eigi að hafa frelsi til þess að skoða hvað þeim þykir mik­il­væg­ast og sér­stak­lega að við verk­fræðing­ar fáum að skoða það sem hjálp­ar fólki og sam­fé­lög­um mest en ekki því sem póli­tík­us­um finnst,“ seg­ir Númi.

Það er löngu búið að gera rannsóknir pólitískar. Hvort sem fólk er sammála aðgerðum Trumps eða ekki þá er hann einfaldlega að bregðast við því hvernig DEI hugmyndafræðin (Diversity, Equity, Inclusivity, þ.e.a.s. Fjölbreytileiki, jöfnuður og inngilding) hefur verið notuð til að hafa áhrif á hvað fræðimenn rannsaka og hvernig þeir gera það. Hér er tilvitnun sem setur hlutina í samhengi:

As soon as President Donald Trump took office on Jan. 20, 2025, he signed an executive order titled “Ending Radical and Wasteful Government DEI Programs and Preferencing.” This order called for the termination of all diversity, equity, inclusion and accessibility – DEIA – mandates, policies and programs in the federal government.

These included “equity-related” grants or contracts, such as programs supporting underrepresented people in STEM, and all DEI or DEIA performance requirements for grant recipients – for example, requiring that grant recipients have a plan to address underrepresentation in their area of study.

Philomena Nunes, Michigan State University. "DEI initiatives removed from federal agencies that fund science, but scientific research continues."


mbl.is „Það er verið að gera rannsóknir pólitískar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera eða vera ekki í NATO

Árás Pútíns á Úkraínu sannar gildi NATO. Þetta veit Pútín auðvitað. Ríki sem eru ekki í NATO og nálægt Rússlandi eiga það á hættu að Pútín leiki sama leikinn og hann lék gegn Úkraínu. Þetta er ástæðan fyrir því að eftir innrásina í Úkraínu gengu hin mjög svo pragmatísku lönd Svíþjóð og Finnland loksins í NATO. Leigtogar þessara þjóða áttuðu sig á því að miðað við hegðun Pútíns er öruggara að vera innan en utan NATO.


mbl.is Skilyrði að NATO hætti að stækka til austurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ytri og innri hættur

Það má færa nokkuð góð rök fyrir því að dólga-vókismi, sem enn grasserar í Kanada líkt og á Íslandi, sé mun hættulegri landinu en nokkuð sem Trump mun gera. Samkvæmt hugmyndafræði vókismans er Kanada enn gegnsýrt af stórhættulegum hugmyndum vestrænnar siðmenningar, eins og til dæmis athafnafrelsi, málfrelsi, viðskiptafrelsi, eignarétti og jafnrétti. Samkvæmt dólga-vókismanum verður að eyða þessum gildum sem allra fyrst með "fjölbreytileika", sem inniheldur ekki fjölbreytileika sem er á skjön við "fjölbreytileika" vókismans, "jöfnuði", sem er andstæða við jafnrétti því sumir eru jafnari en aðrir, og "inngildingu", sem felur í sér rasísk og ýmis konar önnur þrúgandi og óréttlát kvótakerfi.

Sem sagt, ógnin að innan er, eins og oft áður, ef til vill sú viðsjárverðasta. 


mbl.is Leggur áherslu á sjálfsákvörðunarrétt Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullforsetinn

Allt best hjá Trump! Alltaf! Gull trompar járn wink


mbl.is Gullhvelfingin gjaldlaus verði Kanada 51. ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónýtt samband

Í frétt á RÚV.is stendur:

„Þessi fundur sem við vorum á í dag, ég myndi segja að aðdragandi hans og vinnubrögðin á fundinum hafi að mínu mati verið mjög harkaleg og það er ýmislegt sem ég hef séð í vinnubrögðum meðlima þessarar nýju framkvæmdastjórnar sem ég tel ekki að hjálpi okkur áfram í baráttunni fyrir sósíalisma svo ég sé alveg hreinskilin með það,“ sagði Sanna á laugardag.

Mér finnst að eftir þessi orð geti Sanna ekki með góðri samvisku unnið fyrir flokkinn og að nýkjörin stjórn hans geti ekki unnið með henni. Þetta samband er ónýtt. 


mbl.is Segir sig frá öllum trúnaðarstörfum innan flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar rauður loginn brann

Andstæðingar Gunnars Smára voru greinilega harðari í horn að taka en marga grunaði. Sósíalistaforingjanum var bolað út í Bolholti.

"Lifi kommúnisminn og hinn Rauði her" . . . eða þannig.


mbl.is Hallarbylting: Gunnari Smára bolað út, Sanna ósátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málfrelsi

Það eru ansi margir sem virðast ekki skilja hugtakið málfrelsi. Það telur að það sjálft geti sagt hvað sem er en þegar einhver mótmælir þeim er það "ógn við lýðræðislega umræðu".


mbl.is Regluvörður bað þingmann að draga orð sín til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stríð og friður

Hinn nýi forseti Sýrlands, Ahmed Hussein al-Sharaa, var meðlimur í al-Qaeda. Hvað gæti hugsanlega farið úrskeiðis?


mbl.is Margra ára vegferð Sýrlendinga til lýðræðis hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óréttlæti!

í greininnni stendur:

Nýtt frum­varp mennta­málaráðherra kveður á um að nem­end­ur eigi „að hlíta fyr­ir­mæl­um kenn­ara og starfs­fólks í öllu því sem skól­ann varðar, þar á meðal í starfi á veg­um nem­enda­fé­laga fram­halds­skóla“. 

„Þetta er nátt­úru­lega grafal­var­legt mál að það sé verið að vega að sjálf­stæði ungs fólks með þess­um hætti,“ seg­ir Sylvía Mart­ins­dótt­ir, for­seti LUF, í sam­tali við mbl.is en LUF eru regn­hlíf­ar­sam­tök fyr­ir fé­lög ungs fólks á Íslandi og tel­ur 43 aðild­ar­fé­lög.

Það er náttúrulega hrópandi óréttlæti að ungt fólk þurfi að fylgja lögum, reglum og fyrirmælum annarra en sjálfs sín. tongue-out En LUF berst fyrir réttlætinu og ætlar sko ekki að láta kúga sig. Framtíð landins er greinilega björt! 

 


mbl.is Ríkisstjórnin skerði frelsi ungs fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðið, ljósið og myrkrið

Hvort sem fólk er kristið eða ekki er það óumdeilanlegt að til þess að skilja mannkynssöguna og nútímann er nauðsynlegt að hafa grunnskilning á kristni og kristnum gildum. Frá bókmenntalegu og menningarlegu sjónarhorni er Biblían einn af hornsteinum vestrænnar menningar. Er til dæmist til betri byrjun en upphaf Jóhannesar guðspjalls?

Í upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði. Or orðið var Guð; það var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir eru gjörðir fyrir það, og án þess varð ekkert til, sem til er orðið. Í því var líf, og lífið var ljós mannanna; og ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið hefir ekki tekið á móti því.

Íslenskan býður upp á orðaleikinn "sem til er orðið". Ég veit ekki hvort þessi orðaleikur er í grísku en hann er alla vega ekki í enskri þýðingu.

Hér er Bob Dylan lag frá trúartímabili hans. Flestir aðdáendur Dylans voru miður sín þegar hann fór allt í einu að tala um Guð og Jesú og fannst hann hafa svikið sig en það hefur alltaf verið í eðli Dylans að fara sínar eigin leiðir og taka því eins og hverju öðru hundsbiti að vera kallaður Júdas fyrir bragðið.

https://www.youtube.com/watch?v=5LoSJF04Ygw


mbl.is Kirkjusókn ungs fólks hefur aukist síðustu tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband