Færsluflokkur: Bloggar
Hvað varð um Gordon Gekko?
23.1.2014 | 21:57
Þeir sem hafa áhuga á fjármálum verða að horfa á Wall Street, sérstaklega hina frægu ræðu hans um græðgi:
The point is, ladies and gentlemen, that greed, for lack of a better word, is good. Greed is right; greed works. Greed clarifies, cuts through, and captures the essence of the evolutionary spirit. Greed, in all of its forms, greed for life, for money, for love, knowledge has marked the upward surge of mankind.
Gordon Gekko er náttúrulega vondi kallinn í myndinni en hann, og það sem hann hefur að segja, er engu að síður heillandi. Bestu vondu kallarnir hafa sjarma.
![]() |
Láti ekki hræðslu eða græðgi ráða för |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekkert nema vesenið
23.1.2014 | 02:31
Ekki veit ég hvort Facebook fellur, eins og spáð er, en fyrir mig var Facebook eiginlega ekkert nema vesenið. Ég fór að öfunda fólk sem var ekki á Facebook. Svo fékk ég hugljómun: "Hey, ég get hætt!" Og það var það sem ég gerði.
![]() |
Facebook gæti fjarað út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Framhaldsskóli fyrir alla?
22.1.2014 | 19:22
Er eitthvað að því að sumir hætti í Framhaldsskóla? Og það er alveg rétt að sumum líður illa í skólanum. Hér er dæmi.
Ég vil ekki fara í skólann!"
Af hverju ekki, elskan mín?"
Af því bara."
Segðu mér hvað er að, elskan."
Kennararnir hata mig og krakkarnir hata mig. Meira að segja húsvörðurinn hatar mig."
Svona, svona. Þú verður að fara í skólann."
Af hverju?"
Af því að þú ert skólastjórinn."

![]() |
Hafa sætt sig við að vera taparar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íslenskt graffítí
22.1.2014 | 07:09
Blaðamaður spyr: Nú eru tölurnar yfir kostnað borgarinnar vegna hreinsunar á veggjakroti/list að minnka með hverju árinu, til að mynda eyddi borgin 99 milljónum í hreinsunarstörf árið 2008 á meðan árið 2013 voru þær aðeins 9. Afhverju gæti það verið?
Viðmælandi svarar: Hægt er að túlka það sem merki um ákveðna sátt. Kannski er viðhorfið að breytast, fólk er jafnvel með opnari hug þegar það kemur að veggjalist. Svo má ekki gleyma að borgarstjórnin í dag er stútfull af listamönnum sem hafa mögulega dýpri innsýn á hvað er list heldur en fyrirrennar þeirra. Mér finnst mikilvægt að fólk skilji að veggjalist er eitthvað sem er handgert, einstakt og yfirleitt af eigin frumkvæði. Myndefni sem er ekki að selja þér eitthvað. Kannski vilja borgarbúar frekar sjá myndlist á leiðinni á milli staða heldur en fjöldaframleiddar auglýsingar sem stuðla að neyslu."
Þetta svar er alls ekki í takti við það sem stendur á vef Reykjavíkurborgar:
Reykjavíkurborg hefur unnið gegn skemmdarverkum af völdum veggjakrots í góðu samráði við íbúa, samtök þeirra og rekstraraðila. Markmiðið er að standa sameiginlega að hreinni borg, bættu viðhaldi og góðri umgengni. Mikilvægur þáttur í þessum áformum er hreinsun á kroti og/eða máluðum myndtáknum af völdum skemmdarvarga í borginni.
Það er grundvallarmunur á því hvort fengið er leyfi til að gera veggmynd eða ekki. Án leyfis er um skemmdarverk að ræða, jafnvel þótt að myndin geti verið góð. Hvernig fyndist veggjakrotara/listamanni að húseigandi kæmi og takkaði iPoddinn hans? Einhvern veginn grunar mig að veggjakrotaranum/listamanninum þætti það ekkert sniðugt.

![]() |
Fólk með opnari hug þegar það kemur að veggjalist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bob Marley, "Jah Live"
22.1.2014 | 05:12
Eitt allra besta lag Bob Marleys að mínu mati--og það er af nógu að taka. Mér finnst línan "Fools say in their heart / Rasta, your God is dead" mögnuð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smá athugasemd
22.1.2014 | 05:05
Hér kemur smá athugasemd um einn frægasta kannasbisreykingamann allra tíma.
![]() |
Ekki hættulegra en áfengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Manassas, "It Doesn't Matter"
21.1.2014 | 07:55
Something is shallow
Ugly and hollow
Doesn't even allow
You to want to know how you might
Live for the living and
Give for the giving.
Moment by moment
One day at a time
It doesn't matter
It's nothin' but dreamin' any how
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Súrrealismi
21.1.2014 | 04:28

![]() |
Mýtur um fyrri heimsstyrjöld hraktar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um áfengi og sjúkdóma
20.1.2014 | 06:07

Í greininni stendur: Þórarinn segir málið snúast um hvaða rétt áfengissjúklingar eigi til heilbrigðisþjónustu." Gott og vel. En spurningin er líka, hvaða skyldur bera þeir sem drekka áfengi í óhófi gagnvart eigin heilsu? Ef það að drekka áfengi er sjúkdómur" þá er það áunninn sjúkdómur.
![]() |
Óvissa um framtíð Vogs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)