Færsluflokkur: Bloggar

Fundir og friðargöngur

Ismail Haniyeh var forsætisráðherra á Gaza eftir að Hamas tóku þar völdin. Frá 2016 hefur hann verið leiðtogi stjórnmálaarms samtakanna. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland-Palestína, hitti Ishmail Haniyeh 2010. Um þann fund sagði Sveinn Rúnar:  “Þetta var mjög ánægju­leg­ur og já­kvæður fund­ur. Ég hafði satt að segja tals­vert lengi gert mér von­ir um að fá tæki­færi til að hitta Ismail Han­iyeh.“ Sem einn af stofnendum friðargöngunnar og heiðursborgari í Palestínu hefði Sveinn Rúnar kannski getað boðið Ismail í gönguna í Reykjavík og beðið hann um að halda ræðu um það hvernig árás Hamas á Ísrael þann 7. október—árás sem var sjálfgefið að Ísraelar myndu bregðast við af hörku—stuðlaði að friði.

Gleðilegt jól!

 

 


mbl.is Hundruð gengu í friðargöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ævintýrið um bókaþjóðina

Raunveruleikinn er ekki alltaf rómantískur. Bókaþjóðin verður ekki mikið lengur bókaþjóð ef við vöknum ekki af Þyrnirósarsvefninum. Úr PISA könnuninni: "47% drengja hér­lend­is búa ekki yfir grunn­hæfni í lesskiln­ingi en hjá stúlk­um er hlut­fallið 32%."


mbl.is „Happy jólabókaflóð,“ segir Kaninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ris og fall Rudys

Rudy Giuliani var eitt sinn vinsælli en páfinn, samkvæmt skoðanakönnunum, en hegðun hans í baráttunni fyrir Trump, sem var sambland af athyglissýki og valdagræðgi, varð Rudy að falli. Og fall hans var mikið, svo maður leyfi sér að vitna í Fjallræðuna. Í draumi sérhvers manns er fall hans falið, orti Steinn Steinarr. Að mati Rudys er þetta allt saman alveg rosalega ósanngjarnt, að sjálfsögðu. Fólk lærir yfirleitt ekkert af reynslunni.


mbl.is Rudy Giuliani lýsir yfir gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efasemdir um trúgirni

Guði sé lof! wink Kominn tími til.


mbl.is Þjóðtrú Íslendinga stöðugt að minnka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Karlmennska og klisjur

Í stað þess að nota hið útjaskaða hugtak "skaðleg karlmennska" og önnur niðrandi orð um karlmenn til að afsaka sig ætti Þorsteinn að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum. 


mbl.is Þorsteinn biður starfsmann Bónuss afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menntamál og stjórnendur

Allir virðast sammála um að Menntamálastofnun hefur brugðist hlutverki sínu. Ný stofnun er sett á laggirnar og öllum starfsmönnum gömlu stofnunarinnar sagt upp. Þeir geta sótt um hjá nýju stofnuninni en forstjóri gömlu stofnunarinnar verður forstjóri nýju stofnunarinnar, samkvæmt frétt á Vísir.is. Væri ekki eðlilegt að nýja forstjórastaðan verði auglýst líka? Gamli forstjórinn getur sótt um eins og gömlu starfsmennirnir. En þegar stofnun eða fyrirtæki bregst hlutverki sínu er eðlilegt að skipt sé um stjórnanda, ekki satt?


mbl.is Önnur nálgun hjá nýrri Menntamálastofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk menning

Fyrst við eru að tala um íslenska menningu þá langar mig að benda á eitt gamalt og gott.

 

https://youtu.be/hpvozihTq-A

 

Er á meðan erwink


mbl.is Stjórnvöld föst í skammtímalausnum og skítareddingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breyting

Í greinni stendur:

Við höf­um grund­völl til að láta umbreyt­ing­ar­breyt­ing­ar ger­ast,“ sagði Sult­an al-Jaber áður en samn­ing­ur­inn var samþykkt­ur.

Ég held að orðið umbreyt­ing­ar­breyt­ing­ar hljóti að vera nýyrði. Hvernig væri að gleyma þessu orði sem fyrst og þýða það sem soldáninn (hann er ekki sulta) sagði--transformational change--sem grundvallarbreytingu? Bara hugmynd.


mbl.is Samkomulag náðist á COP28
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameinuðu þjóðirnar

Samkvæmt CNN var breytingartillaga um að fordæma Hamas ekki samþykkt. Sameinuðu þjóðirnar skilgreina Hamas ekki sem hryðjuverkasamtök. Maður spyr sig, Hvað þarf Hamas að gera til að Sameinuðu þjóðirnar skilgreini hreyfinguna sem hryðjuverkasamtök? 


mbl.is Yfirgnæfandi meirihluti kaus með vopnahléi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málfrelsi og ábyrgð

Fyrrverandi háskólaforsetinn, líkt og margt menntafólk sem ætti að vita betur, virðist ekki skilja hvernig málfrelsi virkar. 


mbl.is Segir af sér í kjölfar ummæla um þjóðarmorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband