List og ritskoðun
27.3.2023 | 18:34
Mörgum finnst þetta voða fyndið og fáránlegt, en þessi ýktu viðbrögð við nakinni styttu er bara hægri útgáfa af ritskoðunaráráttu. Það er ekki langt síðan að prógressívir púrítanar á Íslandi trompuðust yfir óperu og heimtuðu að henni yrði breytt.
Nemendum og kennurum boðið að sjá nakinn Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Traust og trúverðugleiki
27.3.2023 | 03:28
Ingibjörg Dögg, annar ritstjóra Heimildarinnar, segir:
Það er þetta menningarstríð. Þeir sem eru andstæðir MeToo, þeir sem hafa hagsmuna að gæta eða hafa orðið undir með einhverjum hætti í þessari umræðu, vegna þess að þeir hafa gert eitthvað sem hefur verið afhjúpað og opinberað það hlakkar svolítið í þeim núna vegna þess að hættan er sú að þetta verði notað til að draga úr trúverðugleika brotaþola. Mér finnst mikilvægt að það gerist ekki, vegna þess að við gerum miklar kröfur í þessum flóknu og erfiðu málum. Það er engin ástæða til að efast um það sem hefur komið fram. . . ."
Það sem gerðist hérna er að maður sem á harma að hefna gagnvart Eddu Falak og Heimildinni, og hefur ráðið lögmann til að beita sér gegn Heimildinni, setur fram alls konar ásakanir á hendur Eddu Falak og kallar hana persónuleikaraskaða. Þetta er þessi andstæða við MeToo sem er að birtast.
Hér er ritstjórinn að blanda saman tveimur málum. Málið snýst um trúverðugleika Eddu Falak. Hún hefur viðurkennt að hún laug um starfsferil sinn í Kaupmannahöfn. Það skiptir ekki máli hver afhjúpaði þær lygar. Hvort það er Heimildin, Fréttablaðið, eða Frosti. Sannleikurinn er óháður því hver segir hann.
Mikilvægt að fólk geri hreint fyrir sínum dyrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)