Norrænt réttlæti
17.4.2023 | 23:31
Leigumorðingi myrðir mann með köldu blóði. Refsingin er tvö ár og níu mánuðir. Er það réttlæti?
Leigumorðingi flúði í tannlæknaheimsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
List og pólitík
17.4.2023 | 02:21
List og pólitík eiga meira sameiginlegt en margir halda. Hvort tveggja snýst um að móta veruleikann, skapa og skálda. Sem flestir ættu að taka þátt í pólitík að mínu mati. Það er auðvitað auðveldara að kvarta og kveina og segja að allir stjórnmálamenn séu spilltir og að stjórnmál séu tilgangslaus en það frekar léleg afsökun fyrir því að gera ekki neitt. En áður en menn fara í pólitík er gott að lesa Machiavelli og vera þess viðbúinn að fá rýting eða jafnvel heilt hnífasett í bakið.
Að lokum finnst mér það jákvætt að fólk taki þátt í stjórnmálum í svolítinn tíma og snúi sér svo að öðru eins og Guðmundur Andri hefur ákveðið að gera.
Prímadonnur á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)