Hugmynd
25.4.2023 | 04:51
Hvernig væri að leyfa aðgerðarsinnum sem líma sig fasta við hluti að sitja föstum í stað þess að losa þá? Það er aldrei að vita. Kannski læra þeir eitthvað á því.
![]() |
Límdu sig við götur Berlínar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Herra Carlson og herra Murdoch
25.4.2023 | 00:59
Þetta kemur á óvart en það er enginn ósnertanlegur í fjölmiðlaheiminum eins og nýleg dæmi sanna. Nýjustu fréttir herma að Rupert Murdoch, eigandi FOX, hafi rekið Tucker Carlson. Hann hefur sennilega metið stöðuna svo að þótt Tucker hafi malað gull fyrir FOX árum saman þá sé hann núna til vandræða. Tucker er flæktur í einhver innanhús málaferli hjá FOX. Eigendur líta svo á að enginn sé mikilvægari en fyrirtækið, sem er skiljanlegt.
![]() |
Tucker Carlson hættir hjá Fox |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)