Um presta

Stundum finnst manni að Guðsmenn og -konur eigi að vera hafin yfir innbyrðis deilur. En það er auðvitað ósanngjart. Prestar er jú bara fólk og það er flókið að vera manneskja.

En hvað myndi Jesús gera? Hér er brot úr Fjallræðunni:

Þér hafið heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina. Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn gef honum eftir yfirhöfnina líka. Og neyði einhver þig með sér eina mílu þá far með honum tvær. Gef þeim sem biður þig og snú ekki baki við þeim sem vill fá lán hjá þér.

Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður. Þannig sýnið þér að þér eruð börn föður yðar á himnum er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta. Þótt þér elskið þá sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það? Gera ekki tollheimtumenn hið sama? Og hvað er það þótt þér heilsið bræðrum yðar og systrum einum? Það gera jafnvel heiðnir menn. Verið því fullkomin eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.

Svo mörg voru þau orð. Það er ekki auðvelt að vera fullkominn. Og svo má spyrja hvort fullkomnun sé fólgin í því sem hér kemur fram. En hugmyndin er merkileg og falleg.


mbl.is Segir úrsögn séra Geirs ekki vera stórmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband