Hættulegar hugmyndir
12.5.2023 | 20:04
Margir eru hneykslaðir á CNN að hafa sjónvarpað viðtalsþætti við forsetaframbjóðandann og fyrrverandi forsetann kjaftfora, Donald J. Trump. Þeim finnst þessi ákvörðun ekki bara óviðeigandi heldur einnig beinlínis ógn við lýðræðið. Þessi viðbrögð sýna að málfrelsi--sem er, eins og allt sæmilega upplýst fólk ætti að vita, einn af hornsteinum lýðræðins--á undir högg að sækja um þessar mundir. Krafa fólks um að fjölmiðlar fjalli ekki um menn og málefni sem þeim líkar ekki við er miklu meiri ógn við lýðræðislegt og frjálslynt samfélag en hugmyndir sem okkur líkar ekki við. Allar hugmyndir geta verið hættulegar. Það er eðli hugmynda. Við verðum að læra að fjalla um þær á vitrænan hátt í stað þess að hræðast þær. Við höfum ekkert að óttast nema óttann sjálfan, sagði Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseti.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)