Vesen
17.5.2023 | 22:13
Þetta endar kannski með því að Andrew verði borinn út. Og kannski þarf hann meira að segja að fá sér vinnu og leigja á almennum markaði. Vesen.
Neitar að flytja úr Royal Lodge | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Máttur orða
17.5.2023 | 06:37
Lesa margir Bíblíuna? Ég veit það ekki. Hún, líkt og Íslendingasögurnar, er full af góðum tilsvörum. Orð Pontíusar Pílatusar, Hvað er sannleikur?, eru klassísk. (Hvað varð eiginlega um Pontíus Pílatus?) Hér svarar Jesús fyrir sig eins og honum er einum lagið.
Lærisveinarnir gerðu sem Jesús bauð þeim og bjuggu til páskamáltíðar. Um kvöldið sat Jesús til borðs með þeim tólf.
Og er þeir mötuðust sagði hann: Sannlega segi ég ykkur: Einn af ykkur mun svíkja mig. Þeir urðu mjög hryggir og sögðu við hann, einn af öðrum: Er það ég, Drottinn?
Hann svaraði þeim: Sá sem dýfði brauðinu í fatið með mér mun svíkja mig. Mannssonurinn fer að sönnu héðan svo sem um hann er ritað en vei þeim manni sem því veldur að Mannssonurinn verður framseldur. Betra væri þeim manni að hafa aldrei fæðst.
En Júdas, sem sveik hann, sagði: Rabbí, er það ég?
Jesús svaraði: Það eru þín orð.
Svo mörg voru þau orð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)