Smá slúður
26.5.2023 | 23:06
Elsti sonur Donald Trumps, Don Jr., styður föður sinn að sjálfsögðu en sagði samt: "Trump hefur jafnmikla útgeislun og útfararumsjónarmaður." Hann meinti auðvitað DeSantis en þetta var samt vandræðalegt, svo ekki sé meira sagt. Freudisti gæti auðvitað gert meira úr þessu.
Kosningabarátta DeSantis fór illa af stað vegna tæknilegra örðugleika á Twitter og gerði Trump miskunnarlaust grín að því. Það er ekkert fast í hendi og alltaf von á klúðri. Svona er lífið, eins og útlaginn Ned Kelly á að hafa sagt við böðulinn sem hengdi hann. En svo er þetta víst bara goðsögn. En sagan er ekki verri fyrir það.
Miði er möguleiki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dóp og fræðimennska
26.5.2023 | 00:11
Eins og frægt er sagði Karl Marx: Hingað til hafa heimspekingar einungis túlkað heiminn á ýmsa vegu. Það sem máli skiptir er að breyta honum. Þessi hugmynd réttlætir aðgerðasinna-fræðimennsku, sem er að mati margra ekki alvöru fræðmennska heldur pólitík. Marx sagði líka að trúarbrögð séu ópíum fólksins. Franski heimspekingurinn Raymond Aaron sagði, Marxismi er ópíum menntamanna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)