Rússnesk viska
10.6.2023 | 19:15
Rússneski sendiherrann vitnar í rússneskt spakmæli, að það sé mjög auðvelt að eyðileggja, en mjög erfitt að byggja. Hann og rússneskir ráðamenn ættu kannski að hlusta á visku eigin spakmæla áður en þeir predika hana yfir öðrum.
Segir ákvörðun Íslands hafa komið Rússum á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bojo
10.6.2023 | 07:42
Boris Johnson, Bojo, er trúðaútgáfa af Winston Churchill. Ris hans var meira en vinir og óvinir hans bjuggust við en fall hans var mikið. Að lokum ákvað hann að ganga á dyr áður en honum yrði hent út. Partíið er búið.
Mun hann snúa aftur? Sennilega. Það er ekki auðvelt fyrir menn eins og hann, sem þrá stóra sviðið, að hætta í pólitík. Það var aldrei lognmolla í kringum Boris Johnson. Hann má eiga það.
Boris Johnson segir af sér þingmennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)