Hvað er fjölbreytileiki?
7.6.2023 | 23:10
"Fjölbreytt samfélag er betra samfélag," segir þingmaðurinn. Er þetta rétt? Raunverulegur fjölbreytileiki þýðir ekki bara að fólk hafi skoðanir sem frjálslyndu fólki líkar við. Raunverulegur fjölbreytileiki þýðir einnig að fólk hefur skoðanir sem frjálslynt fólk hefur óbeit á, t.d. trúarofstæki, kynþáttafordóma og hatur á samkynhneigð. Ef við trúum því virkilega að fjölbreytileiki sé góður í sjálfu sér verðum við að viðurkenna fordóma og hegðun sem við teljum skaðlega. Erum við reiðubúin til þess? Ef við erum það ekki eigum við ekki að segja að fjölbreytt samfélag sé gott samfélag. Við verðum að vanda okkur og skilgreina hvað við meinum og hvað við viljum í raun.
Mannréttindi eins skerði ekki mannréttindi annars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tucker Carlson snýr aftur
7.6.2023 | 09:03
Tucker Carlson sendi út sinn fyrsta þátt á Twitter eins og hann hafði lofað. Hann talaði um Pútín (góður gæi að hans mati) og Zelensky (vondi kallinn að hans mati) og sagði að það sé núna búið að sanna að geimverur séu til. Hann minnti meira á Glenn Beck, sem vinnur heldur ekki lengur fyrir FOX, en sjálfan sig þegar hann var upp á sitt besta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)