Hvað er málið?
31.3.2024 | 21:39
Í greininni stendur:
Ég hef enga rosalega trú á því að íslenskri tungu verði viðhaldið með lögum. Ef þetta snýst um það hvort þjóðin vill halda í tungumálið og ef hún vill það þá á ekki að þurfa lög til þess. Mér finnst alveg mega skoða það hvort það eigi eitthvað að herða á lögum hvað þetta varðar, sem sagt hvað varðar notkun fyrirtækja og einkaaðila á íslensku á opinberum vettvangi, segir Eiríkur.
Ég skil ekki alveg hvað Eiríkur er að fara þarna. Hann segist hafa enga rosalega trú á því að íslenskri tungu verði viðhaldið með lögum en segir líka að það megi skoða það hvort það eigi eitthvað að herða á lögum hvað þetta varðar. Ef málinu verður ekki viðhaldið með lögum hvers vegna þá að setja eða herða lög um málnotkun?
Íslendingar eftirbátar Eista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Viðskiptafræði fyrir byrjendur
31.3.2024 | 20:45
Ráðleggingar Tinnu eru góðar en það kemur á óvart að eigandi fyrirtækisins sé að átta sig á því fyrst núna að það sé enginn dans á rósum að reka lítið fyrirtæki. Kannski væri bara best fyrir hann að hætta rekstri og fara að vinna hjá einhverjum öðrum.
Er að gefast upp vegna heimtufrekju starfsfólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)