Verslun og wokismi

Viðskiptasjónarmið voru aðalástæðan fyrir því að fyrirtæki tóku upp wokeisma/pólitískan réttrúnað. Bud Light var, til dæmis, að “höfða til unga fólksins” með því að fá áhrifavald, sem er transkona, til að auglýsa fyrir sig. Það skilaði ekki tilætluðum árangri, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, og fyrirtækið sendi stjórnendurna sem báru ábyrgð á þeirri ákvörðun í leyfi. Í Norður-Ameríku er stundum sagt, “Go woke and go broke.” Viðskipti, eins og við vitum snúast fyrst og fremst um hagnað, ekki hugmyndafræði.


mbl.is Hluthafar að snúast gegn „woke“ hugmyndafræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Út í eyðimörkina

Nýi formaður Samfylkingarinnar, flokks sem þurrkaðist næstum út líkt og er að gerast með Vinstri græna, áttaði sig á því að til að lifa af þurfti flokkurinn að mjaka sér aðeins til hægri. Vinstri grænir virðast ekki vera á þeim buxunum, sem er að mörgu leyti skiljanlegt, heldur gera sig líklega til að halda lengra út í eyðimörk villta vinstrisins. Kannski ná þeir þar að kroppa fylgi af Sósíalistum og Pírötum. Kannski ekki. Andi eyðimerkurinnar er kaldur og óútreiknanlegur.


mbl.is „Við eigum að hætta hvalveiðum á Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband