Hvað vilja Píratar?

Ég er að reyna að skilja hvað Píratar vilja. Eftirfarandi er frá flokknum:

Álykta Píratar að

1.Landamæri þjóða eru manngerð fyrirbæri sem koma oft í veg fyrir sjálfræði fólks og jafnræði á milli fólks af ólíkum uppruna.

Þýðir þetta að Píratar vilji engin landamæri? Það hljómar þannig. Ef Píratar vilja stuðla að "sjálfræði fólks og jafnræði á milli fólks af ólíkum uppruna" og trúa að landamæri hindri sjálfræði og jafnræði þá er rökrétt að þeir séu á móti "manngerðum fyrirbærum" eins og landamærum. En Anna Arndís Kristínardóttir, þingmaður Pírata, skrifaði í grein sem birt var á Visi.is 27. febrúar á þessu ári:

Fullyrðingin: Píratar vilja bara opna landamæri Íslands fyrir öllum.

Reyndin: Hvergi í alvarlegri umræðu um útlendinga og flóttafólk er verið að ræða hvort landamæri Íslands eigi að vera opin eða lokuð. Hvergi.

Þýðir þetta að málflutningur samtaka No Borders og ályktunin sem ég vitnaði í frá hennar eigin flokki séu ekki "alvarleg umræða" að hennar mati? En kannski er ég að misskilja eitthvað.


mbl.is Skilaboðin þau að flóttamenn séu hættulegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband