Lög

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir: „Það er bannað að loka göt­um án þess að fá leyfi frá lög­reglu og þér ber að hlýða lög­reglu, við lít­um þannig á það." Þetta á ekki að vera spurning um hvernig lögreglumenn eða aðrir líta á" hlutina. Hvað segja lögin? Í 19. grein lögreglulaga nr. 90/1996 segir að almenningi sé „skylt að hlýða fyrirmælum sem lögreglan gefur, svo sem vegna umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi lögum og reglu á almannafæri.“ Margir mótmælendur „líta þannig á það" að þeir þurfi ekki að hlýða fyrirmælum lögreglu. Svona hlutir verða að vera á hreinu. Annars er voðinn vís bæði fyrir einstaklingana og samfélagið.

Heimild: Vísindavefurinn.


mbl.is Lögreglumenn pirraðir á orðræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júní 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband