Loforð
20.7.2024 | 04:51
Trump reynir að telja fólki trú um að hann sé vegurinn, sannleikurinn og lífið. Menn muna kannski að hann ætlaði að byggja múr milli Mexíkó og Bandaríkjanna og láta Mexíkó borga fyrir hann. Það var náttúruleg bara lýgi, svo maður vitni í Elvis. Núna lofar Trump alheimsfriði, því hann er fæddur sölumaður og veit að margir, kannski flestir, eru barnslega auðtrúa.
Varðandi orð Selenskís, þá eru þau frekar fáránleg vegna þess að hann er ekki í neinni aðstöðu til að segja hverjum hann vilji vinna með. Hann verður að vinna með þeim sem vilja vinna með honum og ætti að sýna aðeins meira þakklæti fyrir þá aðstoð sem hann hefur fengið til þessa.
Trump ræddi við Selenskí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)