Hugleyðing um edrúmennsku og "skaðaminnkun"

Er það bara ég eða eru þessar endalausu fréttir af edrúmennsku orðnar svolítið þreytandi? Er það virkilega frétt að einhver manneskja, sem maður hefur aldrei heyrt um, hafi hangið þurr í nokkur ár? Ég væri frekar til í að lesa frétt um einhvern sem missti gjörsamlega tökin á edrúmennskunni.

En núna þegar "skaðaminnkun" virðist vera orðin opinber hugmyndafræði heilbrigðisyfirvalda þá má maður kannski búast við því að fólk hætti að hætta að drekka, en haldi þess í stað áfram að djúsa til að "fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem hljótast af notkun vímuefna fremur en að fyrirbyggja notkunina sjálfa," svo ég leyfi mér að vitna í vefsíðu Rauða krossins ("Frú Ragnheiður: Skaðaminnkun"). Áfengissjúkt fólk má sennilega fara að hlakka til þess að því sé veitt þjónusta í "nærumhverfi einstaklinga" af "heilbrigðismenntuðum aðila". Er það ekki rökrétt framhald "skaðaminnkunnar"? Þá verða kannski allir rosalega glaðir!


Bloggfærslur 14. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband