Gaslýsing um stjórnendur Gasa

Það væri hægt að skrifa heilt ritsafn um það sem er gagnrýnivert í málflutningi Magneu Marínóssdóttur, en ég ætla bara að benda á tvennt. Í greininni stendur:

„Síðan er það ekki fyrr en 2001 eft­ir árás Al-Qa­eda á tví­bura­t­urn­ana sem að Evr­ópu­sam­bandið skil­grein­ir Ham­as sem hryðju­verka­sveit.“

Seg­ir Magnea það aft­ur á móti ekki hafa fallið í góðan jarðveg og gerði Ham­as at­huga­semd við að hafa verið bætt á hryðju­verkalist­ann.

Einmitt. Það féll ekki í góðan jarðveg hjá hryðjuverkasamtökunum Hamas að vera bætt á hryðjuverkalistann. Sér hún ekki hvað þetta er grátbroslegt?

Þessi grein er ein löng gaslýsing um að hryðjuverkasamtökin Hamas séu ekki hryðjuverkasamtök. Evrópusambandið og Samtök Ameríkuríkja skilgreina Hamas sem hryðjuverkasamtök og það gera einnig eftirfarandi lönd: Ástralía, Kanada, Bandaríkin, Japan, Ísrael, Paragvæ, Nýja Sjáland, og Stóra Bretland og Norður Írland. 


mbl.is „Fólk styður Hamas af mismunandi ástæðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert bóluefni

COVID var faraldur sem er að mestu búinn. Spjaldtölvu- og snjallsíma-faraldurinn er rétt að byrja. Og það er ekkert bóluefni. Góða skemmtun!


mbl.is Ný rannsókn: Skjátími barna hefur afleiðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um "menningarnám"

Í greininni stendur:

Felur í sér menningarnám

Brynja Pét­urs­dótt­ir er einn sá Íslend­ing­ur sem þekk­ir hvað best til hip hop-menn­ing­ar­inn­ar sem breik fell­ur und­ir. Hún hef­ur rekið Dans Brynju Pét­urs, þar sem kennd­ir eru hip hop-stíl­ar, í 20 ár og dvel­ur mjög reglu­lega í New York, heima­borg breiks­ins, þar sem hún á í miklu sam­tali við frum­kvöðla og áhrifa­valda inn­an sen­unn­ar.

Á dög­un­um birti hún mynd­band á TikT­ok þar sem hún gagn­rýndi fram­göngu Rayg­un og færði rök fyr­ir því að hún fæli í raun í sér menn­ing­ar­nám, það er arðrán á þátt­um úr menn­ingu und­irokaðra hópa.

Ef við tökum hugmyndina um "menningarnám" alvarlega þá segir það sig sjálft að Brynja Pétursdóttir er sjálf að fremja "menningarnám" með því að kenna hip-hop stíla. Hugmyndin um "menningarnám" er mjög vafasöm, svo ekki sé meira sagt, en ef fólk tileinkar sér hana, eins og Brynja gerir greinilega, þá er lágmark að það sé sjálfu sér samkvæmt. 

 


mbl.is Ástralski breikdansarinn skaðar menninguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband