Gleðigöngur og stuðningsfólk Palestínu
9.8.2024 | 18:08
Erlendis gerist það nú oftar og oftar að stuðningsfólk Palestínu stöðvar göngur hinseginfólks nema það samþykki kröfur stuðningsfólks Palestínu um aðgerðir gegn Ísrael. Skyldi þetta gerast á Íslandi?
Lokað fyrir umferð víðsvegar í miðbænum á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ballaðan um Donald og Kamölu
9.8.2024 | 01:13
Þetta er spennandi og eins og maður var að vona. Trump sagði að hann myndi ekki mæta Kamölu Harris í kappræðum 10. september á ABC nema hún samþykkti að mæta á Fox News 4. september. En hér gaf hann eftir--en er sjálfum sér samkvæmur að því leyti að hann trúir því að það sé hægt að semja um allt (The Art of the Deal)--því hún hefur ekki enn samþykkt að mæta á Fox News. Sennilega samþykkir Kamala að mæta Trump á NBC 25. september. Það ríkir meiri óvissa um hvort hún mæti honum á Fox News 4. september. Það getur líka svo sem vel verið að það verði meira drama í kringum þetta.
Þess má geta að Trump ruglaði saman dögum þegar hann ræddi um þetta opinberlega, eins og fram kemur í frétt á CNN:
I think its very important to have debates, and weve agreed with Fox on a date of September 4. Weve agreed with NBC. Fairly full agreement subject to them on September 10 [röng dagsetning fyrir NBC kappræðurnar]. And weve agreed with ABC on September 25 [röng dagsetning fyrir ABC kappræðurnar], the former president said.
A senior Trump adviser and an ABC source familiar with the matter both said that the correct dates Trump has agreed to with networks are: September 4 with Fox News, September 10 with ABC and September 25 with NBC.
Enginn er fullkominn. Ekki einu sinni Trump.
Hefur samþykkt að mæta Harris þrisvar sinnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)