Orðið, ljósið og myrkrið

Hvort sem fólk er kristið eða ekki er það óumdeilanlegt að til þess að skilja mannkynssöguna og nútímann er nauðsynlegt að hafa grunnskilning á kristni og kristnum gildum. Frá bókmenntalegu og menningarlegu sjónarhorni er Biblían einn af hornsteinum vestrænnar menningar. Er til dæmist til betri byrjun en upphaf Jóhannesar guðspjalls?

Í upphafi var orðið, og orðið var hjá Guði. Or orðið var Guð; það var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir eru gjörðir fyrir það, og án þess varð ekkert til, sem til er orðið. Í því var líf, og lífið var ljós mannanna; og ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið hefir ekki tekið á móti því.

Íslenskan býður upp á orðaleikinn "sem til er orðið". Ég veit ekki hvort þessi orðaleikur er í grísku en hann er alla vega ekki í enskri þýðingu.

Hér er Bob Dylan lag frá trúartímabili hans. Flestir aðdáendur Dylans voru miður sín þegar hann fór allt í einu að tala um Guð og Jesú og fannst hann hafa svikið sig en það hefur alltaf verið í eðli Dylans að fara sínar eigin leiðir og taka því eins og hverju öðru hundsbiti að vera kallaður Júdas fyrir bragðið.

https://www.youtube.com/watch?v=5LoSJF04Ygw


mbl.is Kirkjusókn ungs fólks hefur aukist síðustu tvö ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. apríl 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband