Hinir hæfustu lifa af, eða þannig

Jú, jú, hinir hæfustu lifa af og allt það, en mér þykir ólíklegt að þetta lag lifi af. Þetta er voðalega máttlaust eitthvað.

Eminem er kominn fram yfir síðasta söludag, kominn yfir fertugt og þar með formlega orðinn ríkur, reiður, hvítur karlmaður, sem er ekki mjög sannfærandi ímynd fyrir rappara. Lagið nær kannski einhverjum vinsældum meðal miðaldra repúblikana sem spila tölvuleiki.

Tónlistarbransinn er harður heimur, eins og Hunter S. Thompson benti á: 

Tónlistarbransinn er grimmur og grunnur peningaskurður, langur plastgangur þar sem þjófar og melludólgar vaða uppi og góðir menn deyja eins og hundar. Hann hefur líka neikvæða hlið.

Það er bara þannig.


 

 


mbl.is Nýtt myndband frá Eminem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband