Frelsi til að hugsa

Í greininni stendur: „Á 21. öld myndi jafnréttisbaráttan snúast um menningarleg og félagsleg réttindi og hvernig fólk hugsar meðvitað og ómeðvitað um konur."

Hugsum um þetta. Hvernig berst fólk gegn hugsunum án þess að saka aðra um "hugsanaglæpi" og nota meðvitað eða ómeðvitað þá taktík sem Orwell fjallar um í martröðinni um Stóra bróður? Fyrsta skrefið er að virða hugsanafrelsi. Róttækir hugsuðir og aðgerðasinnar á borð við Noam Chomsky eru góð fyrirmynd. Chomsky er mjög gagnrýninn, eins og allir vita, en hann berst fyrir málfrelsi og tjáningafrelsi fyrir alla. Hann segir: „Ef við trúum ekki á tjáningafrelsi fyrir fólk sem við fyrirlítum, þá trúum við alls ekki á tjáningafrelsi." Og svo höfum við auðvitað frelsi til að gagnrýna þessa skoðun, en hvað gefur okkkur þann rétt? Jú, mál- og tjáningafrelsi. 


mbl.is Fékk mikið hrós fyrir ræðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband