Ölvar mik

Á Viktoríutímanum var oft sagt: „Drykkja er bölvun hinna vinnandi stétta." Oscar Wilde snéru útúr þessu og sagði: „Vinna er bölvun hinna drekkandi stétta." En ég er ekki frá því að jafnvel Oscar Wilde myndi blöskra ef hann þyrfti að eyða nótt á götum Reykjavíkur.

Manni fannst ástandið bara eðlilegt, enda þekkti maður ekki annað. En 1980 mætti ég á tónleika The Clash í Laugardalshöll. Bubbi og Utangarðsmenn hituðu upp. Svo kom langt hlé. Málið var að ofurpönkararnir í Clash, sem voru ýmsu vanir, treystu sér einfaldlega ekki að spila vegna ofurölvunar og berserksgangs áhorfenda. Að lokum steig Bubbi á svið, vöðvastæltur og ofursvalur, og útskýrði þetta fyrir áhorfendum, sem róuðust aðeins, nóg til þess að the Clash þorðu að spila.

Vá, hugsaði, ég. Við erum villimenn og sá eini sem getur tjónkað við okkur er konungur frumskógarins.

En síðan eru liðin mörg ár. 


mbl.is Dó áfengisdauða á umferðareyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband