Ég er ekki krakkfíkill

Rob Ford var spurður að því hvort hann væri háður krakki. Hann svaraði: „Ég er ekki krakkfíkill. Ég er ekki háður neinu dópi, ekki einu sinni alkóhóli. Ég þarf bara að passa mig." Þegar stjórnmálamaður byrjar málsgrein á "Ég er ekki . . ." er hann yfirleitt í vondum málum, sbr. hina frægu setningu Richards Nixons, „Ég er ekki glæpamaður!"

Ford er þekktur fyrir að gera sig að fífli opinberlega þegar hann er drukkinn, en hann er búinn að lofa að „minnka drykkjuna". Torontobúar eru samt bara nokkuð sáttir við borgarstjórann sinn. Hann hefur aukið fylgi sitt um 5% og 44% kjósenda styðja hann nú.



mbl.is Borgarstjórinn biður afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband