Bíblíusögur

Ef eitthvað er að marka Mattheusarguðspjall var það Júdas Ískaríot sem sagði: „Ég drýgði synd, ég sveik saklaust blóð".

Æðstu prestarnir og öldungarnir svöruðu: „Hvað varðar oss um það? Það er þitt að sjá fyrir því."

Júdasi leið ekkert sérlega vel með það sem hann hafði gert og tók að lokum ábyrgð á gerðum sínum, eins og lesendur kannski muna.

Landshöfðinginn Pontíus Pílatus aftur á móti þvoði hendur sínar frammi fyrir fólkinu og mælti: „Sýkn er ég af blóði þessa manns! Svarið þér sjálfir fyrir!"

Þar með taldi hann málinu lokið.


mbl.is Kaþólska kirkjan ekki bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband