Hættuleg bók?

Greinarhöfundur skrifar:

Fimmtíu gráir skuggar er að vissu leiti vírus í sjálfu sér því bókin smitaði milljónir stúlkna af ranghugmyndum en bókin fjallar um hina undirgefnu og óöruggu Anastasiu Steel sem kynnist auðjöfrinum Christian Grey. Þau hefja ástarsamband sem er svo snarruglað að það á litla sem enga stoð í raunveruleikanum.

Eru ekki lesendur Fimmtíu grárra skugga aðalega fullorðnar konur? Smitast þær líka af „ranghugmyndum"?

Fyllast stúlkur sjálfkrafa af „ranghugmyndum" ef þær lesa um undirgefna og óörugga konu? Og hvað eru „réttar hugmyndir"?

Er möguleiki að konur kaupi þessa bók eftir kvenrithöfund vegna þess að þeim finnist hún spennandi?

Ástarsambönd í raunveruleikanum eru oft „snarrugluð". Og jafnvel þó að eitthvað eigi sér „enga stoð í raunveruleikanum" er það ástæða til þess að ætla að bók sé hættuleg?

Það er sjálfsagt að gagnrýna bækur á borð við Fimmtíu gráa skugga, en það er líka athugandi að stúlkur og konur séu kannski ekki fórnarlömb bóka, heldur að þær velji sér sitt lesefni sjálfar og að það sé val sem beri að virða. 


mbl.is Fundu herpes vírusinn í Fimmtíu gráum skuggum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband