Tíu mest lesnu fréttirnar
3.12.2013 | 05:48
Þegar þetta er skrifað eru tíu mest lesnu fréttirnar á Mbl.is um ofbeldi og dauða. Í grein sem heitir Er allt fyrirfram ákveðið?" skrifar Stephen Hawking:
Vandamálið er að ofbeldishneigð virðist vera skráð í DNA okkar. . . . Ef við getum ekki notað greind okkar til að hafa stjórn á ofbeldishneigðinni þá á mannkynið sér ekki mikla von.
Svo verður hver að velja fyrir sig. Maðurinn er dæmdur til að vera frjáls," sagði Sartre.
Hawking færir reyndar góð rök fyrir því að allt sé fyrirfram ákveðið, en vegna þess að við getum aldrei vitað hvernig framtíðin er, þá sé best að hegða okkur eins og við höfum frjálsan vilja. Svo getum við valið hvort við trúum Hawking eða ekki. Eða kannski höfum við ekkert val.
Stelpurnar drógu mig á hárinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.