Hin akademíska hugsun

Toll segir: „Það er eins og að hinni akademísku hugsun finnist afleiðingarnar áhugaverðari en að skoða orsakir eða fyrirbyggjandi hluti." Að boða kærleika er hið besta mál og þetta er fínt átak hjá Tolla, en það er engin ástæða til þess að gera lítið úr akademískri hugsun. Ég veit ekki hvernig Tolli fær það út að akademísk hugsun snúist um afleiðingar fremur er orsakir. Að sjálfsögðu snýst hún um hvort tveggja.

Að lokum mæli ég með texta Tolla við lag Bubba, "MB Rosinn":

Þegar allir sveitatöffarar
í þessu plássinu,
voru kýldir út úr kofanum
með stofustássinu
á eftir stóðu meyjarnar
í ofboðs hrifningu
slefuðu í fang okkar
á miðju gólfinu. 

. . .

Í járnum vorum sendir suður,
svona einn og einn
stungið inn á níuna
en það þótti heldur seint.
En kallinn oss með símtali
fékk strax leysta út
það kemur fyrir bestu menn
að missa túr og túr.

Ég skal játa að mér finnast þeir bræður Tolli og Bubbi alltaf meira sannfærandi þegar þeir fjalla um hinar dökku hliðar tilverunnar. En það er bara mín skoðun auðvitað. 


mbl.is Neikvæðar fréttir of vinsælar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband