Álit sálfræðiprófessors
7.12.2013 | 22:14
Á síðasta ári var viðtal í Fréttatímanum við Hermund Sigmundsson, prófessor í sálfræði við norska Tækni- og vísindaskólann. Hann hefur rannsakað lestrarerfiðleika í tvo áratugi. Hér er brot úr greininni um hann:
Hann segir að rannsóknir hafi sýnt að þeir sem ná bestum árangri í skóla séu þeir sem fá bestan stuðning heima. Skólinn er hins vegar ekki að ná að sinna slakari nemendum sem ekki fá hjálp heima fyrir. Við getum ekki haft áhrif á félagslegar aðstæður þessara nemenda og því verður skólinn að koma til móts við þarfir þeirra með aukinni aðstoð við heimanám, sérkennslu og þar fram eftir götunum, segir Hermundur. Þannig má auka líkurnar á því að þessi hópur nái betri árangri í grunnskóla og þar af leiðandi í framhaldsskóla, segir hann.
Lestur er grunnur fyrir allt annað nám og því verður að sinna lestrarkennslu á fyrstu árum grunnskólans betur, segir Hermundur.
![]() |
Illa læsri þjóð farnast ekki vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.