Það sem hentar best
9.1.2014 | 23:56
Besti flokkurinn lofaði að það yrði ókeypis í sund. Hann lofaði líka að svíkja loforð sín. Með því að hækka verð í sund hefur flokkurinn staðið við loforðið um að svíkja loforð.
Í kosningalagi flokksins var spurt: vil ég bjarta framtíð með Besta flokknum eða vil ég tortíma Reykjavík?" Þetta minnti mig alltaf á titilinn Tortímið París eftir Sven Hassel.
Þó að gjald í sund sé hækkað, þá er ljóst að með því að draga aðrar hækkanir til baka er flokkurinn farinn að færast í átt að gamaldags pólítik, með því að gera það sem hentar best. Hækkanir eru óvenju óvinsælar um þessar mundir og þess vegna eru þær dregnar til baka, nema þegar kemur að hækkunum sem snúa aðallega að ferðamönnum," vegna þess að ferðamenn geta auðvitað ekki kosið.
Mér dettur í hug annar Sven Hassel titill, Martröð undanhaldsins. Þetta voru skemmilegar bækur. Hersveit hinna fordæmdu var auðvitað best. Maður missti fljótt töluna á því hve margir skriðdrekar voru skotnir í rusl". Ef ég man rétt var það Litli legjónarinn sem hvíslaði í upphafi hverrar orrustu: Vive la Mort!"
Hætta við gjaldskrárhækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.