Íslenskt graffítí

Blaðamaður spyr: Nú eru tölurnar yfir kostnað borgarinnar vegna hreinsunar á veggjakroti/list að minnka með hverju árinu,  til að mynda eyddi borgin 99 milljónum í hreinsunarstörf árið 2008 á meðan árið 2013 voru þær aðeins 9. Afhverju gæti það verið?

Viðmælandi svarar: „Hægt er að túlka það sem merki um ákveðna sátt. Kannski er viðhorfið að breytast, fólk er jafnvel með opnari hug þegar það kemur að veggjalist. Svo má ekki gleyma að borgarstjórnin í dag er stútfull af listamönnum sem hafa mögulega dýpri innsýn á hvað er list heldur en fyrirrennar þeirra. Mér finnst mikilvægt að fólk skilji að veggjalist er eitthvað sem er  handgert, einstakt og yfirleitt af eigin frumkvæði. Myndefni sem er ekki að selja þér eitthvað. Kannski vilja borgarbúar frekar sjá myndlist á leiðinni á milli staða  heldur en fjöldaframleiddar auglýsingar sem stuðla að neyslu."

Þetta svar er alls ekki í takti við það sem stendur á vef Reykjavíkurborgar:  

Reykjavíkurborg hefur unnið gegn skemmdarverkum af völdum veggjakrots í góðu samráði við íbúa, samtök þeirra og rekstraraðila. Markmiðið er að standa sameiginlega að hreinni borg, bættu viðhaldi og góðri umgengni. Mikilvægur þáttur í þessum áformum er hreinsun á kroti og/eða máluðum myndtáknum af völdum skemmdarvarga í borginni.

Það er grundvallarmunur á því hvort fengið er leyfi til að gera veggmynd eða ekki. Án leyfis er um skemmdarverk að ræða, jafnvel þótt að myndin geti verið góð. Hvernig fyndist veggjakrotara/listamanni að húseigandi kæmi og takkaði iPoddinn hans? Einhvern veginn grunar mig að veggjakrotaranum/listamanninum þætti það ekkert sniðugt.

Graffiti

 


mbl.is „Fólk með opnari hug þegar það kemur að veggjalist“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband