Stóra ástin
26.1.2014 | 03:59
Ástarlíf stjórnmálamanna fær oft meiri athygli en það sem þeir gera í stjórnmálum. Það er svo sem skiljanlegt, þó það sé í raun aukaatriði. Fólk vill drama.
Stjórnmálamaður getur verið góður á sínu sviði en ekki góður í sambúð. Svo getur hann verið slæmur stjórnmálamaður en góður í sambúð. Það er sennilega leitun að þungaviktar manneskju í stjórnmálum sem er góð í hvorru tveggja. Hinn ástsæli JFK var til dæmis í endalausu framhjáhaldi, þótt það væri dauðasynd samkvæmt trú hans, kaþólskunni. Stóra ástin í lífi þess sem sækist eftir völdum er sennilega valdið sjálft.
En hvað um það. Er ekki kominn tími á krassandi ástar- og stjórnmáladrama á Íslandi?
Hélt framhjá stóru ástinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.