Fyrrverandi
2.2.2014 | 01:13
Marvin Gaye gaf út plötu um skilnað þeirra. Platan hét Here, My Dear. Þar voru lög sem hétu: "When Did You Stop Loving Me, When Did I Stop Loving You" og "You Can Leave, But It's Going to Cost You." Platan var svo opinská að Anna Gordy Gaye íhugaði að lögsækja Marvin.
Marvin Gaye var snillingur en glímdi við ýmis persónuleg vandamál, t.d. kókaínneyslu. Hann var mikill andans maður en holdið heillaði hann einnig og hann náði aldrei að tvinna saman þessa tvo grunnþætti tilveru sinnar, nema í list sinni og hún mun lifa. Líf hans endaði mjög sorglega þegar faðir hans, sem var prestur, skaut hann til bana eftir rifrildi með byssu sem Marvin hafði gefið honum.
Ég læt fylgja með lag sem mér finnst eitt hans allra besta lag, "Trouble Man".
![]() |
Fyrrum eiginkona Marvin Gaye látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.