Glæpir og refsing
6.2.2014 | 00:27
Ég var að glugga í Bíblíuna eins og ég geri stundum. Skrifað stendur: "Sá sem bölvar föður sínum eða móður skal líflátinn" (Önnur Mósebók 21:17). Hér er fleira: Þú skalt ekki þyrma lífi galdranornar. Sérhver sem hefur mök við fénað skal líflátinn (Önnur Mósebók 22:17-18). Svona voru hinir gömlu góðu dagar.
En stundum er Guð miskunnsamur: "Þú skalt hvorki kúga aðkomumann né þrengja að honum því að þið voruð sjálfir aðkomumenn í Egyptalandi (Önnur Mósebók 22: 20).
Stundum er hann miskunnsamur og grimmur: "Þið skuluð hvorki beita ekkju né munaðarleysingja hörðu. Beitir þú hana harðræði og hún hrópar til mín á hjálp mun ég bænheyra hana. Reiði mín mun upptendrast og ég mun fella ykkur með sverði, gera konur ykkar að ekkjum og börn ykkar að munaðarleysingjum (Önnur Mósebók 21-23).
Svo er Guð á móti okri og vöxtum, allavega þegar um fátæklinga er að ræða: "Lánir þú peninga fátæklingi af þjóð þeirri sem hjá þér er máttu ekki reynast honum eins og okrari. Þið skuluð ekki krefjast vaxta af honum (Önnur Mósebók 22:24-25).
Þannig er nú það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.