Ný könnun um viðhorf kaþólikka
9.2.2014 | 06:36
Samkvæmt nýrri könnun, sem fjallað er um í The Washington Post, er meirihluti kaþólikka ósammála kenningum kaþólsku kirkjunnar um hjónaskilnaði, fóstureyðingar og getnaðarvarnir. Könnunin, sem gerð var í 12 löndum og 12 þúsund kaþólikkar tóku þátt í, sýnir að mikill munur er á afstöðu kaþólskra eftir því hvar þeir búa. Í Afríku og Asíu eru kaþólikkar yfirleitt sammála stefnu kirkjunnar, en í Vestur-Evrópuríkjum, Norður-Ameríku og hluta af Suður-Ameríku er mikill stuðningur meðal kaþólikka við athafnir sem kirkjan kennir að séu ósiðlegar.
Þess má geta að lokum að Francis Páfi var valinn maður ársins af virtu tímariti samkynhneigðra, The Advocate. Frjálslyndir kaþólikkar binda miklar vonir við hinn nýja páfa.
Heimild: http://www.washingtonpost.com/national/pope-francis-faces-church-divided-over-doctrine-global-poll-of-catholics-finds/2014/02/08/e90ecef4-8f89-11e3-b227-12a45d109e03_story.html
Fjöldamótmæli í Madríd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.